Innlent

Fjórðungur dregur úr útgjöldum til heilbrigðismála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjórðungur hefur dregið úr útgjöldum til heilbrigðismála.
Fjórðungur hefur dregið úr útgjöldum til heilbrigðismála.
Um fjórðungur félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu og Flóabandalaginu svokallaða hefur dregið úr útgjöldum til heilbrigðisþjónustu. Þetta er heldur hærra hlutfall en fyrir ári. Það sýnir ný skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir stéttarfélögin.

Meira en helmingur félagsmanna hefur áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni. Fimmtungur hefur leitað aðstoðar vegna fjárhagslegra mála og þar af hefur um einn af hverjum tíu leitað eftir aðstoð til banka og fjármálastofana.

Könnunin nú sýnir að enn dregur fólk úr útgjöldum, svo sem til ferðalaga og tómstunda, vegna verri fjárhagsstöðu og hækkandi verðs, að því er fram kemur á vef Eflingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×