Innlent

Eva Joly segist engu hafa spillt

Eva Joly
Eva Joly

Eva Joly segist ekki hafa spillt svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara. Röksemdafærsla Ragnars H. Hall, verjanda fyrrverandi forstjóra MP banka, þess efnis sé afleit. Þetta sagði Eva í Silfri Egils í gær.

Fréttablaðið greindi frá þessari afstöðu Ragnars fyrir rúmri viku. Í greinargerð sem hann hefur unnið í málinu segir að Joly hafi mælt fyrir um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir í málinu, sem hafi spillt því.

Eva Joly segir eðlilegt að verjendur grípi til þessa ráðs við vörnina. Það sé hins vegar ekkert til að hafa áhyggjur af. Hún segist sannfærð um að dómstóllinn muni ekki taka rökin gild. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×