Innlent

Um 130 nöfn þegar komin fram

Þjóðfundur 2009 Fyrsta skrefið er þjóðfundur 7. nóvember. fréttablaðið/pjetur
Þjóðfundur 2009 Fyrsta skrefið er þjóðfundur 7. nóvember. fréttablaðið/pjetur

Allt stefnir í að frambjóðendur til stjórnlagaþingsins verði ríflega 150, en 126 nöfn voru fram komin í gærkvöldi. Af frambjóðendunum sem höfðu tilkynnt framboð sitt í gærkvöldi eru 40 konur. Alls eru 99 þessara frambjóðenda með skráð lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Þar af eru 76 Reykvíkingar. Framboðsfrestur rennur út um hádegið í dag.

Í frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt var fram á Alþingi á föstudag kemur fram að undirbúningsnefnd stjórnlagaþings gerir ráð fyrir að heildarkostnaður við þinghaldið og undirbúning þess verði 340,5 milljónir króna og að þar af falli 115,2 milljónir til í ár en 225,3 milljónir á næsta ári. Auk þess er sótt um 200 milljóna króna fjárheimild vegna stjórnlagaþingskosninganna 27. nóvember. Af þeim kostnaði sem reiknað er með að falli til í ár eru 92 milljónir vegna þjóðfundarins sem verður haldinn 6. nóvember en 23,5 milljónir vegna annars undirbúningskostnaðar.

Heildarkostnaður við þingið mun því losa 500 milljónir standist áætlanir.

Stjórnlagaþingið á að standa í tvo til fjóra mánuði og verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þingfulltrúar verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×