Innlent

Brennuvargar kveiktu í bílum og gámum

Mynd/Stefán Karlsson
Brennuvargar voru á ferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og eru þeir ófundnir. Fyrst var kveikt í tveimur bílum við Trönuhraun í Hafnarfirði og eru þeir ónýtir eftir það. Um klukkan eitt í nótt var svo kveikt í tveimur ruslagámum, öðrum við Höfðatorg í grennd við turninn þar, og í hinum við Höfðatún, þar skammt frá. Það tók slökkviliðsmann heila klukkustund að slökkva í öðrum gámnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×