Íslenski boltinn

Andrés Már: Engan veginn sáttur með sumarið

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis.
Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis.
Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, skoraði tvö mörk í, 3-0, sigri Fylkis gegn Haukum en Hafnarfjarðar liðið kvaddi deild þeirra bestu eftir leikinn í dag. Andrés var ánægður með leikinn.

„Mjög sáttur og við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Varnarleikurinn var góður og skipulagður sem og sóknarleikurinn," sagði Andrés Már en hann var allt í öllu í liði Fylkis og skoraði tvö mörk en þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúman klukkutíma vegna meiðsla.

„Ég fékk aftan í lærið og ef ég hefði verið lengur inná var hætta á tognun þannig ég vildi ekki taka neina sénsa. Ég ætla mér að ná lokaleiknum," sagði Andrés en hann segist engan veginn vera sáttur með sumarið.

„Engan veginn sáttur með sumarið og við getum miklu betur. Við höfum sýnt það í síðustu þremur leikjum en við hefðum bara átt að byrja fyrr að spila svona skipulagðan varnarleik. Við erum búnir að skora helling af mörkum en varnarleikurinn hjá öllu liðinu hefur verið skelfilegur í sumar þannig við ætlum að taka það í gegn," sagði markaskorarinn en hann ætlar sér að vera áfram í Árbænum.

„Ég verð áfram í Fylki, allavega hér á Íslandi," sagði Andrés að lokum um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×