Erlent

Kínverjar vísa gagnrýni á bug

Kínverskir seðlar Gjaldmiðill Kína þykir of lágt skráður. nordicphotos/AFP
Kínverskir seðlar Gjaldmiðill Kína þykir of lágt skráður. nordicphotos/AFP
Kínversk stjórnvöld vísa á bug gagnrýni Baracks Obama Bandaríkjaforseta, sem ætlar að fara í hart út af deilum um kínverska gjaldmiðilinn. Obama gagnrýnir Kínverja fyrir að halda gengi gjaldmiðils síns, júansins, allt of lágu – sem gagnast kínverskum útflutnings­iðnaði og þar með kínversku efnahagslífi, en kemur niður á útflutningsiðnaði annarra ríkja, meðal annars Bandaríkjanna. Kínverjar segjast ekki skilja þessa gagnrýni og ætla að halda sínu striki. „Gagnrýni og þrýstingur hjálpa augljóslega ekki til við að leysa vandamál,“ sagði Ma Zhaoxu, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×