Streituvekjandi að eiga barn með ADHD Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. desember 2010 14:51 Það veldur streitu á heimilinu að eiga barn með ADHD. Þessi mynd er úr safni. Vísbendingar eru um að foreldrar sem eiga barn sem glímir við athyglisbrest með ofvirkni, eða ADHD, virðast frekar upplifa streitu og álag í tengslum við fjölskyldu sína en foreldrar barna sem ekki eru með ADHD og virðast almennt líða verr í foreldrahlutverkinu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem þær Sigrún Arnardóttir og Z. Gabríela Sigurðardóttir gerðu og birtist í nýjasta hefti Sálfræðiritsins sem kom út fyrir helgi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda líka til þess að foreldrar barna með ADHD virðast einnig hafa neikvæðara viðhorf til fjölskyldu sinnar og glíma frekar við geðrænar raskanir af einhverju tagi en foreldrar barna sem ekki eru með ADHD. Þeir telja sig jafnframt vera undir meira álagi í starfi sínu og verða fyrir meiri truflun við starf sitt en foreldrar annarra barna og er streitan rakin til veikinda barnsins. Minni tími fyrir makann Rannsakendur segja að niðurstöður bendi til þess að mikill munur virðist vera á uppeldi og umönnun barna með ADHD samanborið við önnur börn. Álag og streita virðist einkenna uppeldi þessara barna að miklu leyti. Þetta hafi áhrif á marga þætti sem varða lífsgæði foreldra þeirra. Líklega sé um marga samverkandi þætti að ræða sem valdi því að foreldrar barna með ADHD búi við lakari lífsgæði og verri líðan. Til að mynda að meiri orka fari í daglegt amstur hjá þeim samanborið við aðra foreldra og þeir séu almennt undir miklu álagi. Það geti leitt til þess að þeir hafi þá minni tíma aflögu til að efla samband sitt við maka og jafnframt minni tíma fyrir systkini barnsins með ADHD, sem auki þá líkur á samskiptaerfiðleikum þeirra á milli og neikvæðu viðhorfi til fjölskyldunnar. Einnig benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að foreldrar barna með ADHD hafi áhyggjur af börnum sínum sem tengjast framtíð þeirra og hafi mun meiri áhyggjur en foreldrar barna sem eru ekki með ADHD. Rannsakendur segja að í ljósi þess hve alvarlegar afleiðingar hegðun ofvirkra barna geti haft, hversu tíðar fylgiraskanir geti verið og erfiðleikar í kjölfar þeirra miklir, séu áhyggjur foreldra vel skiljanlegar. Þyrfti víðtækari rannsókn Rannsóknin var gerð á meðal foreldra sem aðild eiga að ADHD samtökunum og fengu þau senda spurningalista árið 2006. Flestir, eða um 80% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni, voru mæður. Alls tóku 281 einstaklingur þátt í rannsókninni. Rannsakendur segja það ágalla á rannsókninni að hún einskorðist við félaga í samtökunum. Ekki sé vitað hvort svör foreldra barna með ADHD sem ekki eru meðlimir í samtökunum yrðu sambærileg þeim sem eru félagar nú þegar. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Vísbendingar eru um að foreldrar sem eiga barn sem glímir við athyglisbrest með ofvirkni, eða ADHD, virðast frekar upplifa streitu og álag í tengslum við fjölskyldu sína en foreldrar barna sem ekki eru með ADHD og virðast almennt líða verr í foreldrahlutverkinu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem þær Sigrún Arnardóttir og Z. Gabríela Sigurðardóttir gerðu og birtist í nýjasta hefti Sálfræðiritsins sem kom út fyrir helgi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda líka til þess að foreldrar barna með ADHD virðast einnig hafa neikvæðara viðhorf til fjölskyldu sinnar og glíma frekar við geðrænar raskanir af einhverju tagi en foreldrar barna sem ekki eru með ADHD. Þeir telja sig jafnframt vera undir meira álagi í starfi sínu og verða fyrir meiri truflun við starf sitt en foreldrar annarra barna og er streitan rakin til veikinda barnsins. Minni tími fyrir makann Rannsakendur segja að niðurstöður bendi til þess að mikill munur virðist vera á uppeldi og umönnun barna með ADHD samanborið við önnur börn. Álag og streita virðist einkenna uppeldi þessara barna að miklu leyti. Þetta hafi áhrif á marga þætti sem varða lífsgæði foreldra þeirra. Líklega sé um marga samverkandi þætti að ræða sem valdi því að foreldrar barna með ADHD búi við lakari lífsgæði og verri líðan. Til að mynda að meiri orka fari í daglegt amstur hjá þeim samanborið við aðra foreldra og þeir séu almennt undir miklu álagi. Það geti leitt til þess að þeir hafi þá minni tíma aflögu til að efla samband sitt við maka og jafnframt minni tíma fyrir systkini barnsins með ADHD, sem auki þá líkur á samskiptaerfiðleikum þeirra á milli og neikvæðu viðhorfi til fjölskyldunnar. Einnig benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að foreldrar barna með ADHD hafi áhyggjur af börnum sínum sem tengjast framtíð þeirra og hafi mun meiri áhyggjur en foreldrar barna sem eru ekki með ADHD. Rannsakendur segja að í ljósi þess hve alvarlegar afleiðingar hegðun ofvirkra barna geti haft, hversu tíðar fylgiraskanir geti verið og erfiðleikar í kjölfar þeirra miklir, séu áhyggjur foreldra vel skiljanlegar. Þyrfti víðtækari rannsókn Rannsóknin var gerð á meðal foreldra sem aðild eiga að ADHD samtökunum og fengu þau senda spurningalista árið 2006. Flestir, eða um 80% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni, voru mæður. Alls tóku 281 einstaklingur þátt í rannsókninni. Rannsakendur segja það ágalla á rannsókninni að hún einskorðist við félaga í samtökunum. Ekki sé vitað hvort svör foreldra barna með ADHD sem ekki eru meðlimir í samtökunum yrðu sambærileg þeim sem eru félagar nú þegar.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira