Innlent

Kynlíf dregur úr hjartasjúkdómum

Kynlífið dregur úr hjartasjúkdómum
Kynlífið dregur úr hjartasjúkdómum

Flestir eru sammála um að kynlíf sé af hinu góða og allra meina bót. Nú hafa ötulir vísindamenn fundið út að karlmenn sem stunda kynlíf minnst tvisvar í viku geta dregið verulega úr hjartasjúkdómum.

Í rannsókn sem var framkvæmd í New England Research Institute, sem er í Massachusetts í Bandaríkjunum, kom fram að þeir sem stunda reglulegt kynlíf minnka líkurnar á hjartasjúkdómum, svo sem hjartastoppi eða hjartáfalli, um helming.

Vísindamenn segjast hafa rannsakað karlmenn á aldrinum 40 til 70 ára í sextán ár. Niðurstaðan var óyggjandi - kynlíf bjargar lífi hjartveikra karlmanna.

Það er Daily Mail sem greinir frá niðurstöðu vísindamannanna en í greininni kemur fram að hjartasjúkdómar sé helsta dánarorsök breskra karlmanna, en þar deyja um 270 þúsund manns á ári af þeirra völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×