Íslenski boltinn

Arnar: Ætlum að halda áfram að pressa á næstu lið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson í baráttu fyrr í sumar.
Arnar Gunnlaugsson í baráttu fyrr í sumar.

„Stig er stig og þetta var fínt stig, leikurinn var hægur og við fengum mikið að sjá boltann sem er óvanalegt á útivelli, Grindavík ógnaði ekki mikið í leiknum fyrir utan föst leikatriði og með smá heppni fram á við hefðum við getað klárað þetta" sagði Arnar Gunnlaugsson framherji Hauka eftir 1-1 jafntefli við Grindavík í kvöld.

„Sagan okkur í sumar virðist vera að við byrjum að spila vel en fáum á okkur klaufalegt mark úr föstu leikatriði og það er eitthvað sem við þurfum að passa upp á. Við náðum hinsvegar að hífa upp um okkur buxurnar og komu góðir kaflar í seinni hálfleik en ég held að stigið hafi verið sanngjarnt"

Haukamenn lyftu sér upp fyrir Selfoss í 11. Sæti og eygja enn von á því að halda sæti sínu í deildinni eftir langa sigurlausa göngu framan af tímabili.

„Fylkismenn eru búnir að tapa núna nokkrum leikjum í röð og það getur allt gerst í þessu, við erum á góðu skriði og við eigum ennþá möguleika að halda okkur uppi,"

Haukamenn eru núna búnir að fá 7 stig af 9 í síðustu leikjum en spurning er hvort þessi spilamennska hefjist of seint.

„Við hefðum átt að geta fengið sigur fyrr og koma okkur í betri stöðu en það er nóg eftir og við ætlum bara að halda áfram að setja pressu á næstu lið" sagði Arnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×