Innlent

Yfirheyrslur að hefjast yfir manninum sem brjálaðist á slysó

Maðurinn meiddi meðal annars lögregluþjón.
Maðurinn meiddi meðal annars lögregluþjón. Mynd/Pjetur
Yfirheyrslur eru að hefjast yfir manni, sem brjálaðist á slysadeild Landsspítalans laust fyrir miðnætti og meiddi meðal annars lögregluþjón.

Maðurinn hafði veitt sér áverka í heimahúsi og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeildina. Þar fór hann að hafa í hótunum við allt og alla þannig að starfsfólk á deildinni kallaði eftir aðstoð lögreglunnar. En þegar lögreglumenn ætluðu að stilla til friðar skipti engum togum að hann réðst á þá. Eftir snörp átök inni á miðri slysadeildinni tókst lögreglumönnum að yfirbuga hann og var hann vistaður í fangageymslu í nótt.

Maðurinn sem er vel sterkur og var auk þess óður af víndrykkju eða neyslu á örðum fíkniefnum, tók annan lögreglumanninn svo harkalegu hálstaki, að hann marðist og þarf að fara í myndatöku í dag, til að ganga úr skugga um að hálsliðir séu ekki brákaðir.

Ekki liggur fyrir hvort eitthvað skemmdist innandyra á slysadeildinni í átökunum.


Tengdar fréttir

Slóst við löggur á slysó

Lögreglumaður meiddist þegar til snarpra átaka kom milli lögreglumanna og sjúklings á slysadeild Landsspítalans laust fyrir miðnætti. Maðurinn, sem réðst á lögreglumennina hafði veitt sér áverka í heimahúsi og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×