Tannheilsu íslenskra barna hrakar stöðugt 1. febrúar 2010 03:30 Tannlæknar hafa verulegar áhyggjur af því að tannheilsu íslenskra barna hefur hrakað verulega á undanförnum árum. Fyrsti dagur árlegrar tannverndarviku er í dag. Í ár verður sjónum sérstaklega beint að börnum. Ekki er vanþörf á því, en rannsóknir sýna að tannheilsa íslenskra barna er mun verri en annarra barna á Norðurlöndum. „Undanfarið höfum við horft upp á að tannheilsu íslenskra barna hrakar verulega og það er sérstaklega sorglegt að á sama tíma eru heimtur barna til tannlækna að skila sér mjög illa,“ segir Helgi Hansson barnatannlæknir. Hann segir helstu ástæðurnar sem tannlæknar sjái fyrir því að endurgreiðsluhlutfall ríkisins hafi jafnt og þétt lækkað. Tannheilsa barna hafi orðið illilega fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Helgi segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um nauðsyn þess að mæta með börn í reglubundna skoðun til tannlæknis. „Það eru margir foreldrar sem standa sig vel í þessu. Aftur á móti eru þeir of margir sem draga það og sleppa því jafnvel alveg og lenda svo í vítahring síðar.“ Þá komi það tannlæknum á óvart að foreldrar mæti jafnvel ekki með börn sín í fría forvarnaskoðun, sem öll börn á aldrinum þriggja, sex og tólf ára eiga rétt á. „Það kemur aftan að okkur að heimtuhlutfallið gæti verið mun betra í þeim tilfellum þegar skoðunin er frí.“ Helgi segir það tiltölulega einfalt verkefni að bæta tannheilsu barna. Þau eigi að borða minni sykur og bursta tennurnar kvölds og morgna. „Ef við bara gætum bætt þessi tvö atriði gætum við bætt tannheilsu barna til muna. Sérstaklega höfum við tannlæknar verið að benda á þennan falda sykur. Margir borða sætindi sex daga vikunnar og nammi á nammidögum. Það er nefnilega fleira sætindi en nammi, til dæmis margir drykkir, kökur og margar tegundir af morgunkorni.“ Í tilefni af tannverndarvikunni hefur Lýðheilsustöð gert lifandi myndefni um umhirðu barnatanna, fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna. Það má nálgast á vef Lýðheilsustöðvar, á slóðinni http://www.lydheilsustod.is/utgafa/lifandi-efni/tannvernd/. Efnið verður einnig gefið út á DVD-diski. holmfridur@frettabladid.is Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Fyrsti dagur árlegrar tannverndarviku er í dag. Í ár verður sjónum sérstaklega beint að börnum. Ekki er vanþörf á því, en rannsóknir sýna að tannheilsa íslenskra barna er mun verri en annarra barna á Norðurlöndum. „Undanfarið höfum við horft upp á að tannheilsu íslenskra barna hrakar verulega og það er sérstaklega sorglegt að á sama tíma eru heimtur barna til tannlækna að skila sér mjög illa,“ segir Helgi Hansson barnatannlæknir. Hann segir helstu ástæðurnar sem tannlæknar sjái fyrir því að endurgreiðsluhlutfall ríkisins hafi jafnt og þétt lækkað. Tannheilsa barna hafi orðið illilega fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Helgi segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um nauðsyn þess að mæta með börn í reglubundna skoðun til tannlæknis. „Það eru margir foreldrar sem standa sig vel í þessu. Aftur á móti eru þeir of margir sem draga það og sleppa því jafnvel alveg og lenda svo í vítahring síðar.“ Þá komi það tannlæknum á óvart að foreldrar mæti jafnvel ekki með börn sín í fría forvarnaskoðun, sem öll börn á aldrinum þriggja, sex og tólf ára eiga rétt á. „Það kemur aftan að okkur að heimtuhlutfallið gæti verið mun betra í þeim tilfellum þegar skoðunin er frí.“ Helgi segir það tiltölulega einfalt verkefni að bæta tannheilsu barna. Þau eigi að borða minni sykur og bursta tennurnar kvölds og morgna. „Ef við bara gætum bætt þessi tvö atriði gætum við bætt tannheilsu barna til muna. Sérstaklega höfum við tannlæknar verið að benda á þennan falda sykur. Margir borða sætindi sex daga vikunnar og nammi á nammidögum. Það er nefnilega fleira sætindi en nammi, til dæmis margir drykkir, kökur og margar tegundir af morgunkorni.“ Í tilefni af tannverndarvikunni hefur Lýðheilsustöð gert lifandi myndefni um umhirðu barnatanna, fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna. Það má nálgast á vef Lýðheilsustöðvar, á slóðinni http://www.lydheilsustod.is/utgafa/lifandi-efni/tannvernd/. Efnið verður einnig gefið út á DVD-diski. holmfridur@frettabladid.is
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira