Tannheilsu íslenskra barna hrakar stöðugt 1. febrúar 2010 03:30 Tannlæknar hafa verulegar áhyggjur af því að tannheilsu íslenskra barna hefur hrakað verulega á undanförnum árum. Fyrsti dagur árlegrar tannverndarviku er í dag. Í ár verður sjónum sérstaklega beint að börnum. Ekki er vanþörf á því, en rannsóknir sýna að tannheilsa íslenskra barna er mun verri en annarra barna á Norðurlöndum. „Undanfarið höfum við horft upp á að tannheilsu íslenskra barna hrakar verulega og það er sérstaklega sorglegt að á sama tíma eru heimtur barna til tannlækna að skila sér mjög illa,“ segir Helgi Hansson barnatannlæknir. Hann segir helstu ástæðurnar sem tannlæknar sjái fyrir því að endurgreiðsluhlutfall ríkisins hafi jafnt og þétt lækkað. Tannheilsa barna hafi orðið illilega fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Helgi segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um nauðsyn þess að mæta með börn í reglubundna skoðun til tannlæknis. „Það eru margir foreldrar sem standa sig vel í þessu. Aftur á móti eru þeir of margir sem draga það og sleppa því jafnvel alveg og lenda svo í vítahring síðar.“ Þá komi það tannlæknum á óvart að foreldrar mæti jafnvel ekki með börn sín í fría forvarnaskoðun, sem öll börn á aldrinum þriggja, sex og tólf ára eiga rétt á. „Það kemur aftan að okkur að heimtuhlutfallið gæti verið mun betra í þeim tilfellum þegar skoðunin er frí.“ Helgi segir það tiltölulega einfalt verkefni að bæta tannheilsu barna. Þau eigi að borða minni sykur og bursta tennurnar kvölds og morgna. „Ef við bara gætum bætt þessi tvö atriði gætum við bætt tannheilsu barna til muna. Sérstaklega höfum við tannlæknar verið að benda á þennan falda sykur. Margir borða sætindi sex daga vikunnar og nammi á nammidögum. Það er nefnilega fleira sætindi en nammi, til dæmis margir drykkir, kökur og margar tegundir af morgunkorni.“ Í tilefni af tannverndarvikunni hefur Lýðheilsustöð gert lifandi myndefni um umhirðu barnatanna, fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna. Það má nálgast á vef Lýðheilsustöðvar, á slóðinni http://www.lydheilsustod.is/utgafa/lifandi-efni/tannvernd/. Efnið verður einnig gefið út á DVD-diski. holmfridur@frettabladid.is Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fyrsti dagur árlegrar tannverndarviku er í dag. Í ár verður sjónum sérstaklega beint að börnum. Ekki er vanþörf á því, en rannsóknir sýna að tannheilsa íslenskra barna er mun verri en annarra barna á Norðurlöndum. „Undanfarið höfum við horft upp á að tannheilsu íslenskra barna hrakar verulega og það er sérstaklega sorglegt að á sama tíma eru heimtur barna til tannlækna að skila sér mjög illa,“ segir Helgi Hansson barnatannlæknir. Hann segir helstu ástæðurnar sem tannlæknar sjái fyrir því að endurgreiðsluhlutfall ríkisins hafi jafnt og þétt lækkað. Tannheilsa barna hafi orðið illilega fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Helgi segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um nauðsyn þess að mæta með börn í reglubundna skoðun til tannlæknis. „Það eru margir foreldrar sem standa sig vel í þessu. Aftur á móti eru þeir of margir sem draga það og sleppa því jafnvel alveg og lenda svo í vítahring síðar.“ Þá komi það tannlæknum á óvart að foreldrar mæti jafnvel ekki með börn sín í fría forvarnaskoðun, sem öll börn á aldrinum þriggja, sex og tólf ára eiga rétt á. „Það kemur aftan að okkur að heimtuhlutfallið gæti verið mun betra í þeim tilfellum þegar skoðunin er frí.“ Helgi segir það tiltölulega einfalt verkefni að bæta tannheilsu barna. Þau eigi að borða minni sykur og bursta tennurnar kvölds og morgna. „Ef við bara gætum bætt þessi tvö atriði gætum við bætt tannheilsu barna til muna. Sérstaklega höfum við tannlæknar verið að benda á þennan falda sykur. Margir borða sætindi sex daga vikunnar og nammi á nammidögum. Það er nefnilega fleira sætindi en nammi, til dæmis margir drykkir, kökur og margar tegundir af morgunkorni.“ Í tilefni af tannverndarvikunni hefur Lýðheilsustöð gert lifandi myndefni um umhirðu barnatanna, fyrir foreldra og aðra aðstandendur barna. Það má nálgast á vef Lýðheilsustöðvar, á slóðinni http://www.lydheilsustod.is/utgafa/lifandi-efni/tannvernd/. Efnið verður einnig gefið út á DVD-diski. holmfridur@frettabladid.is
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira