Íslenski boltinn

Stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Orri Björnsson var ósáttur við framkomu stuðningsmanna ÍBV.
Halldór Orri Björnsson var ósáttur við framkomu stuðningsmanna ÍBV.

Þrír stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna eftir leik liðanna í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. „Þetta voru einhverjir þrír strákar með bjór og alger dólgslæti," segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fótbolti.net.

„[...] það eina sem ég set spurningamerki við var að eftir leikinn í matnum var einhverjum þremur öðrum fyllibyttum hleypt inn. [...] Þeir voru hellandi niður súpu og rífandi kjaft [...]," segir ennfremur í viðtalinu.

Á heimasíðu ÍBV í gær var birt yfirlýsing þar sem framkoma stuðningsmanna ÍBV, bæði á meðan leiknum stóð og eftir hann, sé ólíðandi og að haft verði samband við þá aðila sem áttu hlut að máli.

„Einnig ber að árétta það að þeir einstaklingar sem komust óboðnir í matinn eftir leik, áttu ekkert erindi þangað og var aldrei boðið að koma þangað. Betur verður fylgst með slíku í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni.

Einnig hefur verið greint frá því að Halldór Orri varð fyrir aðkasta stuðningsmanna í leiknum sem kölluðu hann meðal annars „albínóa“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×