Fótbolti

Maradona: Messi er betri en ég var á HM ´86

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Maradona skartar myndarlegu skeggi þessa dagana. Hér ræði hann við Messi á æfingu um helgina.
Maradona skartar myndarlegu skeggi þessa dagana. Hér ræði hann við Messi á æfingu um helgina. AFP
„Messi er betri núna en ég var á HM 1986," segir hinn óviðjafnanlegi Diego Maradona. Þjálfarinn er ekkert að slaka á pressunni á besta leikmanni heims fyrir HM í sumar.

Margir vilja sjá Messi vinna HM áður en hann getur verið talinn sá besti í sögunni. Maradona vann einmitt HM 1986 þar sem hann skoraði fimm mörk og var valinn besti leikmaður mótsins.

„Hann er besti leikmaður heism og hann er miklu betri en allir aðrir. Á HM í Mexíkó gerði ég þetta bara með boltanum, ég þroskaðist og liðsfélagar mínir fylgdu eftir. Ég er búinn að segja Leo að gera það sama í Suður Afríku og hann skilur það."

„Messi veit vel að kollegar hans vænta þess af honum að hann sé eins og jarðaberið ofan á tertuna. Hann þarf að vera leiðtogi með boltann. Við þurfum að fá hann til að sýna fordæmi innan sem utan vallar," sagði Maradona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×