Innlent

Jóhanna: Steinunn Valdís sýnir kjark og mikla auðmýkt

Steinunn Valdís og Jóhanna á kosningavöku Samfylkingarinnar í apríl 2009.
Steinunn Valdís og Jóhanna á kosningavöku Samfylkingarinnar í apríl 2009. Mynd/Daníel Rúnarsson
„Ég er þakklát Steinunni Valdísi fyrir þessa ákvörðun og með henni sýnir hún í senn mikla auðmýkt og kjark," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að segja af sér þingmennsku þar sem hún telji sig ekki geta rækt skyldur sínar sem þingmaður vegna umræðu um styrkjamál hennar. Steinunn þáði 13 milljónir króna í styrki í kosningabaráttu sinni.

Í yfirlýsingu sem Steinunn Valdís sendi frá sér segist hún hafa hreinan skjöld og geti því ekki beðist afsökunar á að hafa gerst sek um siðspillingu með því að sækjast eftir og fá fjárstyrk frá þessum aðilum á þessum tímum.




Tengdar fréttir

Þórunn vonar að aðrir hugsi sinn gang

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist vonast til að afsögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur setji þrýsting á stjórnmálamenn í öðrum flokkum.

Steinunn Valdís segi af sér

Innan borgarstjórnarhóps Samfylkingar er mikið rætt um að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður flokksins, eigi að segja af sér þingmennsku, að sögn Hjálmars Sveinssonar, sem er í fjórða sæti listans.

Mörður inn fyrir Steinunni Valdísi

Mörður Árnason er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og mun því taka sæti Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði af sér þingmennsku í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×