Fótbolti

Barry fer í ítarlegar rannsóknir á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barry meiddist í leik City og Tottenham þann 5. maí síðastliðinn.
Barry meiddist í leik City og Tottenham þann 5. maí síðastliðinn. Nordic Photos / Getty Images
Gareth Barry fær væntanlega að vita á morgun hvort hann geti spilað með Englandi á HM í Suður-Afríku í sumar.

Barry hefur verið meiddur á ökkla og munu læknar enska landsliðsins sem og læknar frá Manchester City, félagi Barry, framkvæma ítarlegar rannsóknir á meiðslunum á morgun.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, telur þó líklegt að Barry verði orðinn klár í slaginn þegar að England mætir Bandaríkjunum í fyrsta leik liðanna í C-riðli keppninnar.

„Barry er einn þeirra leikmanna sem við viljum að sé leikfær," sagði hann. „Ef hann getur spilað kemur hann með okkur. Ef ekki, verður hann eftir heima."

Capello hefur einnig sagt að hann muni ekki velja neinn sem ekki á möguleika á að ná áðurnefndum leik gegn Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×