Undirbúningur stóriðju á Bakka hafinn á ný 17. desember 2010 19:02 Stjórn Landsvirkjunar samþykkti í dag að verja allt að einum og hálfum milljarði króna á næsta ári til borana og annars undirbúnings orkuöflunar fyrir stóriðju í Þingeyjarsýslum. Eftir meira en tveggja ára hlé fer undirbúningur stóriðjuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum nú á fulla ferð að nýju, samkvæmt ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar í dag, en fyrirskipun þáverandi umhverfisráðherra sumarið 2008 um sameiginlegt umhverfismat leiddi til þess rannsóknarboranir stöðvuðust. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þetta ákveðin tímamót fyrir svæðið. Biðstaða sé búin að vera. Hún sé nú rofin og segir Hörður að spennandi verði að halda áfram af stað. Landsvirkjun hyggst verja eittþúsund og fimmhundruð milljónum króna á næsta ári til undirbúnings þriggja virkjana. Um helmingurinn, eða 720 milljónir, fer til að undirbúa virkjun á Þeistareykjum, meðal annars í boranir og vegagerð. Nærri 600 milljónir fara til að undirbúa stækkun Kröfluvirkjunar og um 200 milljónum króna verður varið til að undirbúa virkjun í Bjarnarflagi. Rafmagnið frá þessum virkjunum er svo ætlunin að selja einhverjum sem vill byggja upp starfsemi á Norðausturlandi, og ekki endilega álver, en forstjóri Landsvirkjunar segir viðræður í gangi við nokkra mögulega kaupendur. Spurningin sem brennur á Húsvíkingum og öðrum er hvenær uppbyggingin geti hafist: „Við vildum helst gera samninga sem allra fyrst," segir Hörður og vísar til þess að Landsvirkjun sé búin að verja um níu milljörðum króna til undirbúnings virkjana í Þingeyjarsýslum og er þegar með 100 megavött tilbúin til að virkja. Það ráðist hins vegar af því hvenær Landsvirkjun nái ásættanlegum samningum. Spurður hvort samningar geti náðst í vetur svarar Hörður: „Það gæti gerst en það er því miður ekki hægt að fullyrða það." Tengdar fréttir Landsvirkjun fjárfestir fyrir 1,5 milljarð á Norðausturlandi Landsvirkjun áformar að fjárfesta fyrir 1,500 milljónir íslenskra króna í verkefnum á Norðausturlandi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun fyrirtækisins sem samþykkt var á fundi stjórnar Landsvirkjunar í dag. 17. desember 2010 17:59 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Stjórn Landsvirkjunar samþykkti í dag að verja allt að einum og hálfum milljarði króna á næsta ári til borana og annars undirbúnings orkuöflunar fyrir stóriðju í Þingeyjarsýslum. Eftir meira en tveggja ára hlé fer undirbúningur stóriðjuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum nú á fulla ferð að nýju, samkvæmt ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar í dag, en fyrirskipun þáverandi umhverfisráðherra sumarið 2008 um sameiginlegt umhverfismat leiddi til þess rannsóknarboranir stöðvuðust. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þetta ákveðin tímamót fyrir svæðið. Biðstaða sé búin að vera. Hún sé nú rofin og segir Hörður að spennandi verði að halda áfram af stað. Landsvirkjun hyggst verja eittþúsund og fimmhundruð milljónum króna á næsta ári til undirbúnings þriggja virkjana. Um helmingurinn, eða 720 milljónir, fer til að undirbúa virkjun á Þeistareykjum, meðal annars í boranir og vegagerð. Nærri 600 milljónir fara til að undirbúa stækkun Kröfluvirkjunar og um 200 milljónum króna verður varið til að undirbúa virkjun í Bjarnarflagi. Rafmagnið frá þessum virkjunum er svo ætlunin að selja einhverjum sem vill byggja upp starfsemi á Norðausturlandi, og ekki endilega álver, en forstjóri Landsvirkjunar segir viðræður í gangi við nokkra mögulega kaupendur. Spurningin sem brennur á Húsvíkingum og öðrum er hvenær uppbyggingin geti hafist: „Við vildum helst gera samninga sem allra fyrst," segir Hörður og vísar til þess að Landsvirkjun sé búin að verja um níu milljörðum króna til undirbúnings virkjana í Þingeyjarsýslum og er þegar með 100 megavött tilbúin til að virkja. Það ráðist hins vegar af því hvenær Landsvirkjun nái ásættanlegum samningum. Spurður hvort samningar geti náðst í vetur svarar Hörður: „Það gæti gerst en það er því miður ekki hægt að fullyrða það."
Tengdar fréttir Landsvirkjun fjárfestir fyrir 1,5 milljarð á Norðausturlandi Landsvirkjun áformar að fjárfesta fyrir 1,500 milljónir íslenskra króna í verkefnum á Norðausturlandi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun fyrirtækisins sem samþykkt var á fundi stjórnar Landsvirkjunar í dag. 17. desember 2010 17:59 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Landsvirkjun fjárfestir fyrir 1,5 milljarð á Norðausturlandi Landsvirkjun áformar að fjárfesta fyrir 1,500 milljónir íslenskra króna í verkefnum á Norðausturlandi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun fyrirtækisins sem samþykkt var á fundi stjórnar Landsvirkjunar í dag. 17. desember 2010 17:59