Ábyrgar þorskveiðar við Ísland vottaðar 16. desember 2010 06:00 cv Veiðar Íslendinga á þorski í íslenskri fiskveiðilögsögu hafa hlotið vottun sem byggist á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Vottunin staðfestir ábyrga fiskveiðistjórnun og góða umgengni um auðlindir sjávar. Fiskifélag Íslands, sem í eru helstu samtök hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi, hafði forgöngu um að byggja upp vottunarverkefnið á Íslandi, en það byggir á alþjóðlegum staðli; leiðbeinandi reglum matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um vottun fiskveiða og siðareglum FAO um ábyrgð í fiskimálum. Írska fyrirtækið Global Trust Certification (GTC) var fengið til að gera úttekt á stefnu og framkvæmd í þorskveiðum Íslendinga og hefur gefið út vottorð sem staðfestir að þorskveiðarnar samræmist alþjóðlegum kröfum. Peter Marshall, framkvæmdastjóri GTC, sagði við afhendingu á vottunarskírteininu í Sjóminjasafninu Víkinni í gær að vottunin sýndi að þorskveiðum Íslendinga væri vel stjórnað og af ábyrgð. „Ísland hefur hér rutt veginn í vottunarmálum sem fleiri þjóðir og svæði eru nú í auknum mæli að fara, meðal annars Alaska og Kanada.“ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir áfangann mikilvægan fyrir Ísland. „Við sjáum fram á að íslenskar sjávarafurðir eigi enn greiðari leið inn á mikilvæga markaði og að útflutningstekjur af sjávarafurðum verði áfram mikilvæg burðarstoð í okkar efnahagslífi.“ Vottunin er mikilvæg fyrir íslenskan sjávarútveg, sem fær nú staðfest að greinin mæti kröfum markaðarins um sjálfbæra nýtingu endurnýjanlegra auðlinda. Markmiðið með verkefninu „Iceland Responsible Fisheries“ er að efla bæði innra starf í greininni og kynningu erlendis á íslenskum sjávarafurðum. Gerður hefur verið samningur við Íslandsstofu um kynningu og markaðssetningu. Íslenskur sjávarútvegur skilaði þjóðarbúinu 209 milljörðum í gjaldeyristekjur árið 2009. Útflutningur á þorskafurðum er 36 prósent af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða. svavar@frettabladid.is Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Veiðar Íslendinga á þorski í íslenskri fiskveiðilögsögu hafa hlotið vottun sem byggist á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Vottunin staðfestir ábyrga fiskveiðistjórnun og góða umgengni um auðlindir sjávar. Fiskifélag Íslands, sem í eru helstu samtök hagsmunaaðila í íslenskum sjávarútvegi, hafði forgöngu um að byggja upp vottunarverkefnið á Íslandi, en það byggir á alþjóðlegum staðli; leiðbeinandi reglum matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um vottun fiskveiða og siðareglum FAO um ábyrgð í fiskimálum. Írska fyrirtækið Global Trust Certification (GTC) var fengið til að gera úttekt á stefnu og framkvæmd í þorskveiðum Íslendinga og hefur gefið út vottorð sem staðfestir að þorskveiðarnar samræmist alþjóðlegum kröfum. Peter Marshall, framkvæmdastjóri GTC, sagði við afhendingu á vottunarskírteininu í Sjóminjasafninu Víkinni í gær að vottunin sýndi að þorskveiðum Íslendinga væri vel stjórnað og af ábyrgð. „Ísland hefur hér rutt veginn í vottunarmálum sem fleiri þjóðir og svæði eru nú í auknum mæli að fara, meðal annars Alaska og Kanada.“ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir áfangann mikilvægan fyrir Ísland. „Við sjáum fram á að íslenskar sjávarafurðir eigi enn greiðari leið inn á mikilvæga markaði og að útflutningstekjur af sjávarafurðum verði áfram mikilvæg burðarstoð í okkar efnahagslífi.“ Vottunin er mikilvæg fyrir íslenskan sjávarútveg, sem fær nú staðfest að greinin mæti kröfum markaðarins um sjálfbæra nýtingu endurnýjanlegra auðlinda. Markmiðið með verkefninu „Iceland Responsible Fisheries“ er að efla bæði innra starf í greininni og kynningu erlendis á íslenskum sjávarafurðum. Gerður hefur verið samningur við Íslandsstofu um kynningu og markaðssetningu. Íslenskur sjávarútvegur skilaði þjóðarbúinu 209 milljörðum í gjaldeyristekjur árið 2009. Útflutningur á þorskafurðum er 36 prósent af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira