Enski boltinn

Vieira: Erum klárlega að nálgast Manchester United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Patrick Vieira.
Patrick Vieira. Nordic photos/AFP

Franski miðjumaðurinn Patrick Vieira mun loksins spila sinn fyrsta leik um helgina með Manchester City en hann hefur átt við meiðsli að stríða á ökkla síðan hann gekk í raðir City frá Inter í janúar.

Hinn 33 ára gamli Vieira hefur ekki spilað í ensku úrvalsdeildinni í fjögur ár eða síðan hann var hjá Arsenal og er að vonum spenntur að mæta Hull á KC-leikvanginum um helgina.

„Það er búið að vera svekkjandi að geta ekki spilað út af meiðslum en núna er ég orðinn klár og ég er mjög spenntur. Ég hef hins vegar fylgst með liðinu og ég verð að segja að ég er mjög hrifinn. Ég er kominn í lið sem hæfir mínum metnaði sem leikmanni og ég held að félagið eigi fyrir sér bjarta framtíð.

Það er mikið af sigurvegurum í þessu liði og sterkum karakterum og vonandi náum við að enda í einu af fjórum efstu sætunum. Við erum alla vega á réttri leið og bilið er stöðugt að minnka og við erum klárlega að nálgast Manchester United," segir Vieira í viðtali á opinberri heimasíðu City.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×