Enski boltinn

Buffon enn á ný orðaður við Manchester United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon. Nordic photos/AFP

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon hjá Juventus hefur reglulega verið orðaður við Englandsmeistara Manchester United undanfarin ár sem líklegur eftirmaður Edwin Van der Sar.

Slæmt gengi Juventus í ítölsku deildinni þykir nú ýta stoðum undir að hinn 32 ára gamli Buffon sé tilbúinn að færa sig um set næsta sumar. Sérstaklega er talið líklegt að Buffon fari frá Juventus ef liðið nær ekki að vinna sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári en liðið er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Napoli sem er í fjórða sæti.

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins Tuttomercatoweb.com er United með 15 milljón evra kauptilboð í leikmanninn í burðarliðnum og hyggur á að næla í leikmanninn eftir HM í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×