Erlent

Neyðin kenndi nöktum flugfreyjum að spinna

Flugfreyjur hjá Mexíkanska flugfélaginu Mexicana dóu ekki ráðalausar þegar félagið fór á hausinn á dögunum. Þær ákváðu að ráðast í útgáfu dagatals fyrir árið 2011 þar sem þær koma fram fáklæddar með flugmannasólgleraugu. Konurnar segjast hafa viljað gera eitthvað til þessa að þyngja pyngjuna en þær fóru illa út úr gjaldþroti Mexicana eins og aðrir starfsmenn.

Uppátækið er sagt líkjast Full Monty, myndinni sem sagði frá atvinnulausum stálverkamönnum í Sheffield, sem sló í gegn á sínum tíma.

Dagatölin hafa runnið út eins og heitar lummur og er annað upplag farið í prentun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×