Útreikningar um hagkvæmni hvalaveiða eru hæpnir, að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann segir að þessir útreikningar sýni hvað það sé hættulegt þegar hagfræðingar komist í tölur sem þeir skilji ekki. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að hvalveiðar þjóðhagslega hagkvæmar. Því vísar Árni á bug.
Árni gerir sérstaklega athugasemd við þá forsendu sem gefin er í skýrslunni að það megi veiða meira af fiski ef hvölum fækki vegna veiða. Vistkerfið sé svo flókið að það geti allt eins endað þannig að þeim mun fleiri hvalir sem verði í sjónum, þeim mun meiri fiskur.
„Vistkerfið er svo flókið í sjónum að það er ekki hægt að halda því fram með nokkru móti að 150 færri hrefnur - segjum 1500 færri á tíu árum - breyti nokkru til eða frá. Það gæti alveg eins valdið fækkun fiska.
Þá gagnrýnir Árni það líka að í skýrslunni sé gert ráð fyrir að markaður sé fyrir hvalaafurðir. Reynslan sýni hreint ekki að svo sé.
