Innlent

Ungir innbrotsþjófar áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir tveimur ungum mönnum sem voru handteknir af lögreglunni á Selfossi vegna gruns um fjölmörg innbrot og þjófnaði. Þá eru piltarnir einnig grunaðir um að aðild að 18 innbrotum í sumarbústaði í Borgarfirði sem lögreglan í Borgarfirði og Dölum eru með til rannsóknar.

Þá kemur fram í dómsorði að piltarnir séu í gríðarlega mikilli fíkniefnaneyslu.

Alls eru fjórir piltar grunaðir um verknaðinn. Lögreglan telur þá tengjast innbrotum í á fjórða tug sumarbústaða. Að sögn lögreglu er yngsti maðurinn 15 ára og sá elsti 18 ára. Yngsti meðlimurinn verður að tilstuðlan barnaverndaryfirvalda vistaður á Stuðlum.

Piltarnir tveir sem eru í haldi hafa þegar játað hluta af brotunum.

Piltarnir verða í gæsluvarðhaldi til 25. júní. Báðir þurfa þeir að sæta einangrun á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×