Innlent

Sigurður sigraði í prófkjöri Í-listans

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.

Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi á Ísafirði og núverandi oddviti Í-listans, sigraði í prófkjöri framboðsins sem fór fram í dag. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, hafnaði í öðru sæti.

Í-listinn er sameiginlegt framboð Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Frjálslynda flokksins og óháðra.

Alls greiddu 421 atkvæði í prófkjörinu. Gildi atkvæði voru 411. Atkvæði féllu þannig:

Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, 178 atkvæði í 1. sæti

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, 183 atkvæði í 1.-2. sæti

Kristján Andri Guðjónsson, útgerðarmaður, 173 atkvæði í 1.-3.

Jóna Benediktsdóttir, bæjarfulltrúi, 229 atkvæði í 1.-4. sæti

Lína Björg Tryggvadóttir, svæðisstjóri Intrum á Vestfjörðum, 196 atkvæði í 1.-5. sæti.

Í-listinn fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum 2006, Framsókn einn og Sjálfstæðisflokkur fjóra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×