Innlent

Helmingur kosningabærra Sunnlendinga mótmælir niðurskurði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra munu taka á móti undirskriftunum ásamt Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra. Mynd/ Anton Brink.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra munu taka á móti undirskriftunum ásamt Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra. Mynd/ Anton Brink.
Rétt tæplega 8500 Sunnlendingar hafa skrifað undir mótmæli til að mótmæla stórfelldum niðurskurði á fjárlögum til heilbrigðismála sem boðaður er á Suðurlandi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þetta jafngildir því að um helmingur kosningabærra manna hafi skrifað undir því að íbúar á svæðinu, átján ára og eldri, eru 19.200 talsins.

Undirskriftalistarnir verða afhentir ráðherrum í forsætis-, heilbrigðismála- og fjármálaráðuneyti við Alþingishúsið á morgun klukkan fjögur. Sunnlendingar munu safnast saman við sjúkrahúsið á Selfossi klukkan hálfþrjú á morgun og aka þaðan fylktu liði á fólksbílum og rútum til Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×