Fargjöld hjá Strætó hækka - stakt fargjald í 350 krónur 17. desember 2010 13:42 Stjórn Strætó bs. hefur samþykkt að hækka fargjöld í fyrsta sinn frá því í janúar 2007. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert til þess að mæta rýnandi fargjaldatekjum. Þær hafa dregist saman um helming að raunvirði frá stofnun Strætó bs. árið 2001þar sem fargjöld hafa ekki haldið í við almenna verðlagsþróun frá þeim tíma. Hækkunin tekur gildi um áramót og eftir hana mun stakt fargjald kosta 350 krónur og stök barnafargjöld verða afnumin. Við þetta bætist að eigendur Strætó, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, munu draga úr framlögum sínum til Strætó bs. á næsta ári en gert er ráð fyrir fimm prósenta lækkun. „Þar sem framlög eigendanna eru um 83% af tekjum Strætó bs. þýða minni framlög að hagræða þarf í rekstri. Til að mæta því verður dregið úr þjónustu á þeim tíma sem fæstir nota strætó." „Fargjöld Strætó munu hækka á bilinu 5% til 25% og lagt er upp með að hækkunum sé stillt í hóf hjá þeim sem nota strætó mest, þ.e. þeim sem nýta sér tímabilskort Strætó," segir ennfremur. „Slík kort munu hækka á bilinu 14,2% til 14,8%. Minnst hækkun verður á 20 miða kortum barna og ungmenna, en mest verður hækkunin á staðgreiðslu þar sem greiðsla fyrir eitt fargjald mun hækka úr 280 kr. í 350 kr. Þetta er fyrsta gjaldskrárhækkun Strætó bs. frá janúar 2007, en frá þeim tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um u.þ.b. 37%. Hækkunin mun taka gildi um næstu áramót." Þá segir að ákveðin kerfisbreyting verði gerð á fargjöldum 6 - 18 ára. „Þessi aldurshópur mun ekki lengur geta keypt stakt fargjald í strætisvögnum á sérstöku verði, en sú nýjung var tekin upp árið 2007 að börn og ungmenni gátu keypt staka ferð á 100 krónur. Börnum og ungmennum mun hins vegar áfram bjóðast sérstök 20 miða kort, þar sem börn 6-12 ára greiða 40 krónur fyrir ferðina (6,7% hækkun) og ungmenni 12-18 ára 105 krónur fyrir ferðina (5% hækkun). Jafnframt verður gerð sú breyting að afsláttur eldri borgara mun miðast við 70 ára aldur í stað 67 áður." Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Stjórn Strætó bs. hefur samþykkt að hækka fargjöld í fyrsta sinn frá því í janúar 2007. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert til þess að mæta rýnandi fargjaldatekjum. Þær hafa dregist saman um helming að raunvirði frá stofnun Strætó bs. árið 2001þar sem fargjöld hafa ekki haldið í við almenna verðlagsþróun frá þeim tíma. Hækkunin tekur gildi um áramót og eftir hana mun stakt fargjald kosta 350 krónur og stök barnafargjöld verða afnumin. Við þetta bætist að eigendur Strætó, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, munu draga úr framlögum sínum til Strætó bs. á næsta ári en gert er ráð fyrir fimm prósenta lækkun. „Þar sem framlög eigendanna eru um 83% af tekjum Strætó bs. þýða minni framlög að hagræða þarf í rekstri. Til að mæta því verður dregið úr þjónustu á þeim tíma sem fæstir nota strætó." „Fargjöld Strætó munu hækka á bilinu 5% til 25% og lagt er upp með að hækkunum sé stillt í hóf hjá þeim sem nota strætó mest, þ.e. þeim sem nýta sér tímabilskort Strætó," segir ennfremur. „Slík kort munu hækka á bilinu 14,2% til 14,8%. Minnst hækkun verður á 20 miða kortum barna og ungmenna, en mest verður hækkunin á staðgreiðslu þar sem greiðsla fyrir eitt fargjald mun hækka úr 280 kr. í 350 kr. Þetta er fyrsta gjaldskrárhækkun Strætó bs. frá janúar 2007, en frá þeim tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um u.þ.b. 37%. Hækkunin mun taka gildi um næstu áramót." Þá segir að ákveðin kerfisbreyting verði gerð á fargjöldum 6 - 18 ára. „Þessi aldurshópur mun ekki lengur geta keypt stakt fargjald í strætisvögnum á sérstöku verði, en sú nýjung var tekin upp árið 2007 að börn og ungmenni gátu keypt staka ferð á 100 krónur. Börnum og ungmennum mun hins vegar áfram bjóðast sérstök 20 miða kort, þar sem börn 6-12 ára greiða 40 krónur fyrir ferðina (6,7% hækkun) og ungmenni 12-18 ára 105 krónur fyrir ferðina (5% hækkun). Jafnframt verður gerð sú breyting að afsláttur eldri borgara mun miðast við 70 ára aldur í stað 67 áður."
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði