Fótbolti

Franski landsliðsmarkvörðurinn bölvar boltanum sem verður notaður á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Lloris, markvörður Lyon.
Hugo Lloris, markvörður Lyon. Mynd/AFP
Hugo Lloris, markvörður Lyon og franska landsliðsins, hefur kvartað mikið undan nýjan HM-boltanum sem verður notaður í Suður-Afríku. Hann segir það nánast ómögulegt fyrir markmenn að sjá fyrir flug boltans.

„Boltinn er hræðilegur," sagði Hugo Lloris við L'Equipe. „Við spiluðum með hann í bikarnum í vetur en verðum bara að reyna að venjast honum," sagði Lloris.

„Það verða allir markverðir undir pressu og við fáum allir hluta af þessari geðveiki. Ég veit að það verður hægt að skora með þessum bolta hvaðan sem er af vellinum. Það er ekkert hægt að spá fyrir hvað gerist. Boltinn getur bæði komið mjög hratt niður eða svifið endalaust," segir Lloris.

„Fyrir aldamótin þá gátu markmenn reiknað út flug boltanna því þeir voru mjög þungir. Nú getum við bara reynt okkar besta og þurfum að vera að stanslaust að vera að reikna út flug boltans. Þeir fara alltof hratt og eru stanslaust að breyta um stefnu," sagði Lloris pirraður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×