Innlent

Timo segir umsóknarferlið inn í ESB ganga vel

Ingimar Karl Helgason skrifar

Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins hér á landi, segir að umsóknarferlið gangi vel. Umsóknin hafi sinn gang þrátt fyrir andstöðu nú.

Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins, kynnti í dag, stöðu mála í aðildarviðræðum Íslendinga við ESB.

Ísland hefur byrjað mjög vel. Ferlið hófst fyrir meira en ári og formlegar samninga- viðræður hófust í júlí sl. Fram til þessa hefur ferlið gengið mjög vel og íslensku aðilarnir hafa lagt fram mjög góð gögn. Upphaf viðræðnanna lofa því góðu," sagði Timo.

Timo segir að engin sérstök vandamál hafi komið upp; en þegar lengra verði komið inn í ferlið, á næsta ári, taki við meira krefjandi verkefni.

Sjálfstæðismenn hafa ályktað að viðræðum skuli hætt, og mikil andstaða innan vinstri grænna hefur verið áberandi upp á síðkastið. Hefur það áhrif á gang mála?

„Við verðum að muna að áður en efnahagsvandinn hófst var mjög mikill stuðningur við aðild að ESB og það er því forsaga málsins. Við vitum að viðhorfið hefur breyst í kreppunni. Sjáum hvað setur þegar landið er komið út úr kreppunni, eins og allir vona og einnig við aðildina að ESB, þá munum við hafa mun ítarlegri upplýsingar og umræður og þá getur fólk myndað sér skoðun og skoðað hug sinn," segir Timo að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×