Innlent

Ráðuneyti fjarlægt af lista InDefence

Fjöldi fólks kveikti á blysum áður en forsvarsmenn InDefence funduðu með forsetanum á Bessastöðum 2. janúar og afhentu honum undirskriftalista sína. Mynd/Egill
Fjöldi fólks kveikti á blysum áður en forsvarsmenn InDefence funduðu með forsetanum á Bessastöðum 2. janúar og afhentu honum undirskriftalista sína. Mynd/Egill
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur verið fjarlægt af undirskriftalista InDefence hópsins varðandi áskorun til forseta Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslu um ný Icesave lög. Jóhannes Þór Skúlason, einn af forsvarsmönnum InDefence, segir að þetta hafi verið gert strax og ráðuneytið óskaði eftir því í dag.

Á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins segir að svo virðist sem að nafn og kennitala ráðuneytisins hafi verið misnotuð enda taki ráðuneytið ekki afstöðu í málinu og geti ekki skrifað undir áskoranir sem atkvæðisbær borgari.

„Ég hvet fólk til að nota möguleikann "athuga skráningu" á indefence.is ef það heldur að það hafi verið skráð að því forspurðu. Ef svo er, þá er best að senda póst til okkar strax og við munum að sjálfsögðu afskrá viðkomandi eins fljótt og auðið er," segir Jóhannes á bloggsíðu sinni.


Tengdar fréttir

Félags- og tryggingamálaráðuneytið á undirskriftalista Indefence

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem kemur fram að ráðuenytinu hefur borist ábending um að nafn þess hafi verið skráð á undirskriftalista InDefence hópsins varðandi áskorun til forseta Íslands - Þjóðaratkvæðagreiðslu um ný Icesave lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×