Innlent

Davíð og Halldór réðu ferðinni við bankasöluna

„Þær vinnureglur sem við höfðum sett okkur voru settar til hliðar," segir Steingrímur.
„Þær vinnureglur sem við höfðum sett okkur voru settar til hliðar," segir Steingrímur.

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson réðu einir ferðinni þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma. Þetta segir Steingrímur Ari Arason sem þá sat í einkavæðinganefnd. Hann segir að reglum hafi verið vikið til hliðar og flokkshagsmunir settir í öndvegi.

Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðinganefnd árið 2002 skömmu áður en Búnaðabankinn og Landsbankinn voru einkavæddir. Steingrímur hefur ekkert viljað tjá sig um málið fyrr en nú en hann segir að leikreglum hafi smám saman verið vikið til hliðar og pólítk ráðið ferðinni.

„Þær vinnureglur sem við höfðum sett okkur voru settar til hliðar," segir Steingrímur. „Það gerðist ekki með ákvörðun heldur smátt og smátt. Þegar mér var orðið það ljóst að við vorum að vinna algerlega á undanþáguákvæðum án þess að formlega ákvörðun hafi verið tekin um það að víkja vinnureglum, samþykktum vinnureglum, til hliðar. Þá var mér auðvitað orðið meira en lítið órótt."

Steingrímur segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun Davíðs Odssonar og Halldórs Ásgrímssonar að ganga til viðræðna við S-hópinn um söluna á Búnaðabankanum og Björgólfsfeðga um söluna á Landsbankanum. Verklagsreglum sem nefndin fylgdi til að ákveða hæfi kaupenda var vikið til hliðar.

„Þær voru allar settar til hliðar og staðreyndin sú að það var pólitísk ákvörðun að ganga til viðræðna við þessa tvo aðila," segir Steingrímur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×