Innlent

Pétur vill ítarlega könnun á stöðu heimilanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Blöndal vill láta gera ítarlega könnun á stöðu heimilanna. Mynd/ Teitur.
Pétur Blöndal vill láta gera ítarlega könnun á stöðu heimilanna. Mynd/ Teitur.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að gerð verði könnun á stöðu heimila í kreppunni. Hann sagði, á Alþingi í dag, að undanfarið hafi verið leitað lausna á vanda heimilanna án þess að fyrir lægi nákvæmlega hver vandinn væri. Hann sagði að vel væri hægt að ljúka við þessa könnun innan nokkurra vikna miðað við þær upplýsingar sem lægju fyrir.

Pétur Blöndal sagði að undanfarið hefðu verið ræddar bæði sértækar lausnir og almennar lausnir á skuldavanda heimila. Meðal annars almenn niðurfærsla skulda sem honum finnst vel koma til greina.

Hins vegar þyrfti að kanna betur, meðal annars hversu mörg heimili eru atvinnulaus og jafnframt hversu mörg heimili eru með neikvæða eiginfjárstöðu. „Það þarf að vinna þetta hratt og vel," sagði Pétur í umræðum á Alþingi í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×