Fótbolti

Ákveðið á föstudag hvar EM 2016 verður haldið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fulltrúi Ítalíu með boðsgögnin.
Fulltrúi Ítalíu með boðsgögnin. Nordic Photos / AFP
Á föstudaginn kemur í ljós hvar Evrópumeistaramótið árið 2016 verður haldið en þrjú lönd eru að keppast um að fá að halda mótið.

Þetta eru Ítalía, Frakkland og Tyrkland. Það er framkvæmdanefnd UEFA sem kýs hvaða þjóð fær að halda mótið og fer kosningin fram í Sviss á föstudaginn.

Michel Platini, forseti UEFA, hefur ekki atkvæðisrétt í kjörinu, né heldur varaforsetinn Senes Erzik sem er frá Tyrklandi.

Mótið verður það fyrsta þar sem 24 þjóðir komast í lokakeppnina í stað sextán eins og hefur verið undanfarin skipti og verður einnig þegar keppnin fer fram í Póllandi og Úkraínu árið 2012.

Upphaflega sendu Norðmenn og Svíar sameiginlegt boð til að fá að halda keppnina en drógu það til baka í desember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×