Innlent

Björguðu tveimur mönnum á Haukdalsheiði - myndir

Mennirnir þurftu að dúsa á palli bílsins í tæpa tvær klukkustundir. Myndir/Bjarni.
Mennirnir þurftu að dúsa á palli bílsins í tæpa tvær klukkustundir. Myndir/Bjarni.

Björgunarsveitirnar Ingunn og Biskup komu tveimur mönnum til bjargar á Haukadalsheiði í dag er þeir sátu fastir umflotnir vatni sem hafði myndast á veginum í leysingum. voru þeir komnir á pall bílsins og báru sig þokkalega þegar björgunarsveitirnar komu þeim til bjargar.

Björgunarsveitarmennirnir náðu að bjarga mönnunum. Eins og sést þá voru aðstæður góðar.

Mennirnir þurftu að dúsa á palli bílsins í einn og hálfan tíma áður en björgunarsveitirnar komu að þeim. Annar mannanna var orðinn heldur kaldur en varð ekki meint af volkinu.

Björgunin gekk vel að sögn björgunarsveitarmanna.

Beðið eftir björgun.

Mennirnir voru á leiðinni í bústað með bensín á snjósleða þegar þeir fest bílinn. Svæðið er varhugavert og hefur björgunarsveitin farið í nokkur útköll á sama svæði eftir að ferðalangar komust í vandræði.

Eftir að hafa bjargað mönnunum á þurrt land var bíllinn dreginn að Geysir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×