Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. desember 2010 18:20 Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. Mennirnir komu á tveimur bílum, jeppa og fólksbíl, að Ásgarði í Reykjavík. Þeir bönkuðu fyrst, fóru síðan að sparka í hurðina og að lokum var tekið upp skotvopn og þremur skotum skotið á hurðina. Þetta segir fjölskyldufaðirinn, ungur maður á þrítugsaldri. Faðir tveggja ungra barna.Eiga allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum Mennirnir, sem voru samkvæmt heimildum fréttastofu grunaðir um að hafa verið gerðir út af öðrum, eiga sér allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum. Einnig maðurinn sem á húsið sem ráðist var á. Maðurinn sem grunaður er um að hafa sent þá af stað og skipulagt árásina mun hafa komið áður, a.m.k þrisvar sinnum í Ásgarðinn og gripið í tómt því fjölskyldufaðirinn vildi ekki greiða tilbúna kröfu, það sem í glæpaheiminum er kallað sekt, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var fjárhæðin hærri en ein milljón króna. Eiginkona mannsins sagði við Stöð 2 að maðurinn hefði lent á "röngum stað á röngum tíma" og því hafi verið gefin út sekt á hendur honum í undirheimum, en samkvæmt heimildum fréttastofu er manninum kennt um handtöku annars manns sem hefur tengsl við undirheimana vegna atviks þar sem fíkniefnaviðskipti komu við sögu. Maðurinn vildi ekki veita Stöð 2 viðtal, en sagðist þó hafa óttast um líf sitt og barna sinna. Skotin þrjú fóru öll gegnum hurðina en mikil mildi var að engan sakaði. Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum og voru árásarmennirnir handteknir á víð og dreif um hverfið. Einn lögreglumaður slasaðist á andliti þegar einni hinna handteknu veitti honum hnefahögg. Var hann saumaður á slysadeild LSH. Líkamsárásir á hendur lögreglumönnum koma oft til þyngingar við ákvörðun refsingar því slík líkamsárás er í raun tvö afbrot þar sem árás á lögreglumann er einnig brot gegn valdstjórninni.Allir undir áhrifum örvandi fíkniefna Árásarmennirnir , sem eru taldir hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna, voru leiddir fyrir dómara í dag og voru fjórir þeirra úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald. Mennirnir eru grunaðir um tilraun til manndráps, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni, en einnig húsbrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Gæsluvarðhalds var synjað yfir fimmta manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina, en Brynjar Níelsson er verjandi hans. Brynjar, hann er talinn meintur höfuðpaur í þessu máli. Hvers vegna gengur hann laus? „Það er mjög einföld ástæða fyrir því. Það var ekki talinn rökstuddur grunur í skilningi laganna og þess vegna var ekki orðið við kröfu um gæsluvarðhald." Brynjar vísar til þess að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sannfæra dómarann í málinu um að rökstuddur grunur um aðild hins meinta höfuðpaurs hafi verið fyrir hendi, m.a vegna skorts á sönnunargögnum. Lögmenn sakborninga sem tengjast málinu og fréttastofa ræddi við segja að mikil reiði sé vegna árásarinnar í undirheimum og manninum verði hugsanlega veitt vernd. Fjölskyldufaðirinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist ekki vera lengur hræddur um líf sitt. Hann var ekki tilbúinn að veita Stöð 2 viðtal af ótta við að það hefði sínar afleiðingar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. Mennirnir komu á tveimur bílum, jeppa og fólksbíl, að Ásgarði í Reykjavík. Þeir bönkuðu fyrst, fóru síðan að sparka í hurðina og að lokum var tekið upp skotvopn og þremur skotum skotið á hurðina. Þetta segir fjölskyldufaðirinn, ungur maður á þrítugsaldri. Faðir tveggja ungra barna.Eiga allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum Mennirnir, sem voru samkvæmt heimildum fréttastofu grunaðir um að hafa verið gerðir út af öðrum, eiga sér allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum. Einnig maðurinn sem á húsið sem ráðist var á. Maðurinn sem grunaður er um að hafa sent þá af stað og skipulagt árásina mun hafa komið áður, a.m.k þrisvar sinnum í Ásgarðinn og gripið í tómt því fjölskyldufaðirinn vildi ekki greiða tilbúna kröfu, það sem í glæpaheiminum er kallað sekt, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var fjárhæðin hærri en ein milljón króna. Eiginkona mannsins sagði við Stöð 2 að maðurinn hefði lent á "röngum stað á röngum tíma" og því hafi verið gefin út sekt á hendur honum í undirheimum, en samkvæmt heimildum fréttastofu er manninum kennt um handtöku annars manns sem hefur tengsl við undirheimana vegna atviks þar sem fíkniefnaviðskipti komu við sögu. Maðurinn vildi ekki veita Stöð 2 viðtal, en sagðist þó hafa óttast um líf sitt og barna sinna. Skotin þrjú fóru öll gegnum hurðina en mikil mildi var að engan sakaði. Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum og voru árásarmennirnir handteknir á víð og dreif um hverfið. Einn lögreglumaður slasaðist á andliti þegar einni hinna handteknu veitti honum hnefahögg. Var hann saumaður á slysadeild LSH. Líkamsárásir á hendur lögreglumönnum koma oft til þyngingar við ákvörðun refsingar því slík líkamsárás er í raun tvö afbrot þar sem árás á lögreglumann er einnig brot gegn valdstjórninni.Allir undir áhrifum örvandi fíkniefna Árásarmennirnir , sem eru taldir hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna, voru leiddir fyrir dómara í dag og voru fjórir þeirra úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald. Mennirnir eru grunaðir um tilraun til manndráps, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni, en einnig húsbrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Gæsluvarðhalds var synjað yfir fimmta manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina, en Brynjar Níelsson er verjandi hans. Brynjar, hann er talinn meintur höfuðpaur í þessu máli. Hvers vegna gengur hann laus? „Það er mjög einföld ástæða fyrir því. Það var ekki talinn rökstuddur grunur í skilningi laganna og þess vegna var ekki orðið við kröfu um gæsluvarðhald." Brynjar vísar til þess að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sannfæra dómarann í málinu um að rökstuddur grunur um aðild hins meinta höfuðpaurs hafi verið fyrir hendi, m.a vegna skorts á sönnunargögnum. Lögmenn sakborninga sem tengjast málinu og fréttastofa ræddi við segja að mikil reiði sé vegna árásarinnar í undirheimum og manninum verði hugsanlega veitt vernd. Fjölskyldufaðirinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist ekki vera lengur hræddur um líf sitt. Hann var ekki tilbúinn að veita Stöð 2 viðtal af ótta við að það hefði sínar afleiðingar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira