Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. desember 2010 18:20 Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. Mennirnir komu á tveimur bílum, jeppa og fólksbíl, að Ásgarði í Reykjavík. Þeir bönkuðu fyrst, fóru síðan að sparka í hurðina og að lokum var tekið upp skotvopn og þremur skotum skotið á hurðina. Þetta segir fjölskyldufaðirinn, ungur maður á þrítugsaldri. Faðir tveggja ungra barna.Eiga allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum Mennirnir, sem voru samkvæmt heimildum fréttastofu grunaðir um að hafa verið gerðir út af öðrum, eiga sér allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum. Einnig maðurinn sem á húsið sem ráðist var á. Maðurinn sem grunaður er um að hafa sent þá af stað og skipulagt árásina mun hafa komið áður, a.m.k þrisvar sinnum í Ásgarðinn og gripið í tómt því fjölskyldufaðirinn vildi ekki greiða tilbúna kröfu, það sem í glæpaheiminum er kallað sekt, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var fjárhæðin hærri en ein milljón króna. Eiginkona mannsins sagði við Stöð 2 að maðurinn hefði lent á "röngum stað á röngum tíma" og því hafi verið gefin út sekt á hendur honum í undirheimum, en samkvæmt heimildum fréttastofu er manninum kennt um handtöku annars manns sem hefur tengsl við undirheimana vegna atviks þar sem fíkniefnaviðskipti komu við sögu. Maðurinn vildi ekki veita Stöð 2 viðtal, en sagðist þó hafa óttast um líf sitt og barna sinna. Skotin þrjú fóru öll gegnum hurðina en mikil mildi var að engan sakaði. Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum og voru árásarmennirnir handteknir á víð og dreif um hverfið. Einn lögreglumaður slasaðist á andliti þegar einni hinna handteknu veitti honum hnefahögg. Var hann saumaður á slysadeild LSH. Líkamsárásir á hendur lögreglumönnum koma oft til þyngingar við ákvörðun refsingar því slík líkamsárás er í raun tvö afbrot þar sem árás á lögreglumann er einnig brot gegn valdstjórninni.Allir undir áhrifum örvandi fíkniefna Árásarmennirnir , sem eru taldir hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna, voru leiddir fyrir dómara í dag og voru fjórir þeirra úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald. Mennirnir eru grunaðir um tilraun til manndráps, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni, en einnig húsbrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Gæsluvarðhalds var synjað yfir fimmta manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina, en Brynjar Níelsson er verjandi hans. Brynjar, hann er talinn meintur höfuðpaur í þessu máli. Hvers vegna gengur hann laus? „Það er mjög einföld ástæða fyrir því. Það var ekki talinn rökstuddur grunur í skilningi laganna og þess vegna var ekki orðið við kröfu um gæsluvarðhald." Brynjar vísar til þess að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sannfæra dómarann í málinu um að rökstuddur grunur um aðild hins meinta höfuðpaurs hafi verið fyrir hendi, m.a vegna skorts á sönnunargögnum. Lögmenn sakborninga sem tengjast málinu og fréttastofa ræddi við segja að mikil reiði sé vegna árásarinnar í undirheimum og manninum verði hugsanlega veitt vernd. Fjölskyldufaðirinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist ekki vera lengur hræddur um líf sitt. Hann var ekki tilbúinn að veita Stöð 2 viðtal af ótta við að það hefði sínar afleiðingar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. Mennirnir komu á tveimur bílum, jeppa og fólksbíl, að Ásgarði í Reykjavík. Þeir bönkuðu fyrst, fóru síðan að sparka í hurðina og að lokum var tekið upp skotvopn og þremur skotum skotið á hurðina. Þetta segir fjölskyldufaðirinn, ungur maður á þrítugsaldri. Faðir tveggja ungra barna.Eiga allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum Mennirnir, sem voru samkvæmt heimildum fréttastofu grunaðir um að hafa verið gerðir út af öðrum, eiga sér allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum. Einnig maðurinn sem á húsið sem ráðist var á. Maðurinn sem grunaður er um að hafa sent þá af stað og skipulagt árásina mun hafa komið áður, a.m.k þrisvar sinnum í Ásgarðinn og gripið í tómt því fjölskyldufaðirinn vildi ekki greiða tilbúna kröfu, það sem í glæpaheiminum er kallað sekt, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var fjárhæðin hærri en ein milljón króna. Eiginkona mannsins sagði við Stöð 2 að maðurinn hefði lent á "röngum stað á röngum tíma" og því hafi verið gefin út sekt á hendur honum í undirheimum, en samkvæmt heimildum fréttastofu er manninum kennt um handtöku annars manns sem hefur tengsl við undirheimana vegna atviks þar sem fíkniefnaviðskipti komu við sögu. Maðurinn vildi ekki veita Stöð 2 viðtal, en sagðist þó hafa óttast um líf sitt og barna sinna. Skotin þrjú fóru öll gegnum hurðina en mikil mildi var að engan sakaði. Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum og voru árásarmennirnir handteknir á víð og dreif um hverfið. Einn lögreglumaður slasaðist á andliti þegar einni hinna handteknu veitti honum hnefahögg. Var hann saumaður á slysadeild LSH. Líkamsárásir á hendur lögreglumönnum koma oft til þyngingar við ákvörðun refsingar því slík líkamsárás er í raun tvö afbrot þar sem árás á lögreglumann er einnig brot gegn valdstjórninni.Allir undir áhrifum örvandi fíkniefna Árásarmennirnir , sem eru taldir hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna, voru leiddir fyrir dómara í dag og voru fjórir þeirra úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald. Mennirnir eru grunaðir um tilraun til manndráps, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni, en einnig húsbrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Gæsluvarðhalds var synjað yfir fimmta manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina, en Brynjar Níelsson er verjandi hans. Brynjar, hann er talinn meintur höfuðpaur í þessu máli. Hvers vegna gengur hann laus? „Það er mjög einföld ástæða fyrir því. Það var ekki talinn rökstuddur grunur í skilningi laganna og þess vegna var ekki orðið við kröfu um gæsluvarðhald." Brynjar vísar til þess að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sannfæra dómarann í málinu um að rökstuddur grunur um aðild hins meinta höfuðpaurs hafi verið fyrir hendi, m.a vegna skorts á sönnunargögnum. Lögmenn sakborninga sem tengjast málinu og fréttastofa ræddi við segja að mikil reiði sé vegna árásarinnar í undirheimum og manninum verði hugsanlega veitt vernd. Fjölskyldufaðirinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist ekki vera lengur hræddur um líf sitt. Hann var ekki tilbúinn að veita Stöð 2 viðtal af ótta við að það hefði sínar afleiðingar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira