Innlent

Borgin kallar á fyllri skýringar

Heilsuverndarstöðin Eigandinn vill leigja Icelandair Hotels bygginguna.
Heilsuverndarstöðin Eigandinn vill leigja Icelandair Hotels bygginguna.

Skipulagsráð Reykjavíkur frestaði á fundi á miðvikudag að afgreiða fyrirspurn Álftavatns ehf. um það hvort leyft yrði að innrétta hótel í Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg. Ráðið vill að Álftavatn leggi fram nánari gögn, meðal annars greinargerð vegna reksturs hótels þar sem fram komi á hvaða hátt þurfi að breyta húsinu og hver fjöldi hótelherbergja verður.

Í umsögn frá Minjavernd segir að hætta sé á að hótelrekstur krefjist þannig breytinga á húsinu að þær gangi á upprunalega gerð þess og varðveislugildi rýrni. Minjavernd vill fá staðfestingu frá eigendum um að fylgt verði kvöðum sem settar voru um varðveislu hússins þegar borgin seldi það árið 2005. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×