Innlent

Ekkert gos sást í hádeginu

Kristján Már Unnarsson skrifar
Mynd tekin í gær af gosstöðvum á Fimmvörðuhálsi. Mynd/Hörður Vignir Magnússon
Mynd tekin í gær af gosstöðvum á Fimmvörðuhálsi. Mynd/Hörður Vignir Magnússon

Flugmaður sem flaug yfir eldstöðina á Fimmvörðuhálsi nú í hádeginu sá engin merki um að gos væri í gangi og ekki sást heldur lengur í neina kviku.

Guðmundur Hilmarsson, flugstjóri hjá Cargolux, flaug yfir Fimmvörðuháls á Piper Super Cup, hægfleygri lítilli einshreyfilsvél. Eftir flugið lenti hann á flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð um hálfeittleytið og ræddi þá við fréttamann.

Kvaðst Guðmundur ekki hafa séð að neitt gos væri í gangi. Hann hefði heldur ekki séð neitt hraunrennsli. Þá hefði hann horft oní gígana en hvergi séð í kviku og virtist allt vera storknað á yfirborði. Hann hefði aðeins séð gufustróka stíga upp á stöku stað. Þannig hefðu gufumekkir verið áberandi í Hrunagili þar sem vatn virtist renna undan hrauninu.




Tengdar fréttir

Magnús Tumi: Gosið að öllum líkindum búið

Flest bendir til að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi sé lokið, að minnsta kosti í bili. Síðdegis í gær var hætt að krauma í gígnum, sem enn var lifandi fyrr um daginn, og um svipað leyti hættu mælar að sýna minnstu merki um gosóróa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×