Sakaður um að hvetja til innbrota hjá ráðamönnum Valur Grettisson skrifar 15. október 2010 11:54 Steinar Immanúel Sörensen „Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns," segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Grafarvogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt: „Þar sem ráðamenn eru ekki að átta sig á þvi að fólk hér er að lenda á götunni heimilislaust - var mér bent á þá hugmynd að fólk tæki sig til að settist að hjá þeim til þess að hafa þak yfir höfðið. Ég er til." „Þeir sögðust túlka þetta sem hvatningu til þess að brjótast inn til ráðmannanna, sem er ég er ekki að gera," segir Steinar sem hefur verið mjög virkur í mótmælunum undanfarið. Hann skipulagði meðal annars svefnmótmælin auk þess sem hann tók þátt í tunnubyltingunni þar sem hátt í tíu þúsund mótmælendur komu saman. Steinar segist hafa hent skilaboðunum á samskiptavefnum upp í gríni en einnig til þess að árétta fyrir stjórnmálamönnum um hvað mótmælin snérust. Steinar ræddi við rannsóknarlögreglumennina í bifreið í Spönginni í Grafarvogi. Ástæðan var sú að lögreglan hafði samband við hann þegar þeir voru á leiðinni til Keflavíkur, þar sem Steinar býr. Hann hafi hinsvegar þá verið staddur í Spönginni, þar sem hann hitti þá að lokum. Steinar hefur verið virkur í tunnumótmælunum. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið tilkynningu um að ég hefði verið að þvælast í kringum Seðlabankann og menntamálaráðuneytið í síðustu viku sem er ekki satt. Ég var þá heima hjá fjölskyldunni," segir Steinar sem er ósáttur við að slíkar sakir séu bornar upp á hann. Steinar segir málið frekar spaugilegt heldur en hitt. Hann sé aðeins að hvetja til friðsamra mótmæla og því finnst honum skjóta skökku við að hann sé kominn í tölu grunaðra manna hjá lögreglunni. „Mér finnst allt í lagi að mótmæla með friðsömum hætti. Og það var enginn illur vilji á bak við þetta mótmælaboð," segir Steinar sem er gáttaður á viðbrögðum lögreglunnar sem hann telur full harkaleg. Þess má geta að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er með lífvörð vegna mótmælabylgjunnar sem hefur riðið yfir síðastliðna daga. Sá er sérsveitarmaður á vegum Ríkislögreglustjóra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki með sérstaka fylgd vegna ástandsins. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
„Mér var gefin réttarstaða grunaðs manns," segir Steinar Immanúel Sörensson, mótmælandi og gullsmíðanemi, en hann segir rannsóknarlögregluna hafa tekið af sér skýrslu í Grafarvogi í gær. Ástæðan er mótmælaboð Steinars sem finna má á Facebook. Þar segir meðal annars orðrétt: „Þar sem ráðamenn eru ekki að átta sig á þvi að fólk hér er að lenda á götunni heimilislaust - var mér bent á þá hugmynd að fólk tæki sig til að settist að hjá þeim til þess að hafa þak yfir höfðið. Ég er til." „Þeir sögðust túlka þetta sem hvatningu til þess að brjótast inn til ráðmannanna, sem er ég er ekki að gera," segir Steinar sem hefur verið mjög virkur í mótmælunum undanfarið. Hann skipulagði meðal annars svefnmótmælin auk þess sem hann tók þátt í tunnubyltingunni þar sem hátt í tíu þúsund mótmælendur komu saman. Steinar segist hafa hent skilaboðunum á samskiptavefnum upp í gríni en einnig til þess að árétta fyrir stjórnmálamönnum um hvað mótmælin snérust. Steinar ræddi við rannsóknarlögreglumennina í bifreið í Spönginni í Grafarvogi. Ástæðan var sú að lögreglan hafði samband við hann þegar þeir voru á leiðinni til Keflavíkur, þar sem Steinar býr. Hann hafi hinsvegar þá verið staddur í Spönginni, þar sem hann hitti þá að lokum. Steinar hefur verið virkur í tunnumótmælunum. „Þeir sögðu mér að þeir hefðu fengið tilkynningu um að ég hefði verið að þvælast í kringum Seðlabankann og menntamálaráðuneytið í síðustu viku sem er ekki satt. Ég var þá heima hjá fjölskyldunni," segir Steinar sem er ósáttur við að slíkar sakir séu bornar upp á hann. Steinar segir málið frekar spaugilegt heldur en hitt. Hann sé aðeins að hvetja til friðsamra mótmæla og því finnst honum skjóta skökku við að hann sé kominn í tölu grunaðra manna hjá lögreglunni. „Mér finnst allt í lagi að mótmæla með friðsömum hætti. Og það var enginn illur vilji á bak við þetta mótmælaboð," segir Steinar sem er gáttaður á viðbrögðum lögreglunnar sem hann telur full harkaleg. Þess má geta að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er með lífvörð vegna mótmælabylgjunnar sem hefur riðið yfir síðastliðna daga. Sá er sérsveitarmaður á vegum Ríkislögreglustjóra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er ekki með sérstaka fylgd vegna ástandsins.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira