Innlent

Íslandsmótið í póker fer fram um helgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslandsmótið í póker er haldið um helgina. Íslandsmótið er haldið einu sinni á ári og í fyrra tóku 189 þátt.

Samkvæmt upplýsingum Vísis eru 217 leikmenn skráðir til leiks í ár. Þátttökugjaldið er 60 þúsund krónur og hafa flestir leikmenn unnið sig inn í undankeppnum en aðrir kaupa sig beint inn. Mótið hófst klukkan sjö og verður alla helgina. Lokaborðið verður spilað á sunnudaginn og áætlað er að fyrsta sætið gefi 3 milljónir króna.

Pókervefurinn 52.is er með beina textalýsingu frá Íslandsmótinu í póker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×