Innlent

Stjórnlagaþing og þjóðfundur kosta 340 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stutt er í að kosið verði til stjórnlagaþings. Mynd/ Stefán.
Stutt er í að kosið verði til stjórnlagaþings. Mynd/ Stefán.
Það kostar 340 milljónir að halda stjórnlagaþing og þjóðfund, samkvæmt áætlun sem undirbúningsnefnd stjórnlagaþings hefur unnið. Samkvæmt fjáraukalögum sem dreift var á Alþingi í dag er gert ráð fyrir að 115 milljónir verði greiddar til verkefnisins í ár en 225 milljónir á næsta ári.

Af kostnaði sem reiknað er með að falli til í ár eru 92 milljónir króna vegna þjóðfundarins þann 6. nóvember næstkomandi en 23,5 milljónir vegna annars undirbúningskostnaðar, svo sem uppsetning og rekstur skrifstofu til stuðnings nefndunum, laun starfsmanna, nefndarþóknanir og annar kostnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×