Innlent

Hrina innbrota í Árnessýslu

Lögrgelan í Árnessýslu rannsakar nú innbrot í fimm orlofshús við Álftavatn í Grímsnesi fyrir helgi. Þar var allstaðar stolið skjávörpum og fleiri verðmætum.

Stutt er síðan að brotist var inn í þrjá sumarbústaði í einkaeign á sömu slóðum og þaðan líka stolið skjávörpum, áfengi og fleiru.

Innbrotin eru öll keimlík, hvað vinnubrögð þjófanna varðar og eru þau öll óupplýst. Einnig er verið að rannsaka innbrot í tvö orlofshús við Flúðir, þar sem skjávörpum var líka stolið og innbrot í tvö veiðihús við Hlíðarvatn í Selvogi, þar sem sófasettum var meðal annars stolið.

Talið er að tengsl geti verið milli einhverra þessara innbrota, einkum innbrotanna átta við Álftavatn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×