Erlent

Ísrael og Bandaríkin ásökuð

Masoud Ali Mohammadi Var í hópi stjórnarandstæðinga sem mótmælt hafa síðustu mánuði.  fréttablaðið/AP
Masoud Ali Mohammadi Var í hópi stjórnarandstæðinga sem mótmælt hafa síðustu mánuði. fréttablaðið/AP
Írönsk stjórnvöld segja Ísrael og Bandaríkin hafa staðið á bak við morð á eðlisfræðingnum Masoud Ali Mohammadi, prófessor við háskólann í Teheran.

Ali Mohammadi var fimmtugur og hafði tekið virkan þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum, sem stúdentar við háskólann hafa verið í forystu fyrir. Hann lét lífið þegar fjarstýrð sprengja sprakk fyrir utan heimili hans í gærmorgun, þegar hann var að leggja af stað í vinnuna.

Prófessorinn var á lista yfir 240 stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Mirs Hosseins Moussavi, sem bauð sig fram gegn forseta Írans, Mahmoud Ahmadinedjad, í forsetakosningunum í sumar.

Moussavi var úrskurðaður sigurvegari, en stjórnarandstæðingar saka stjórnina um að hafa hagrætt úrslitum kosninganna. Óvenju fjölmenn og langvarandi mótmæli hafa síðan verið áberandi í Íran, þar sem fáir höfðu áður þorað að standa uppi í hárinu á stjórnvöldum.

Ali Mohammad var kjarneðlisfræðingur, en árið 2007 lét annar íranskur kjarneðlisfræðingur lífið af völdum gaseitrunar.

Ali Shirzadian, talsmaður kjarnorkustofnunar Írans, segir að Ali Mohammed hafi engan þátt tekið í kjarnorkuáformum landsins.

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×