Íslenski boltinn

Svona er staðan fyrir lokaumferð Pepsi-deildarinnar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Alfreð Finnbogason verður í banni í lokaleiknum.
Alfreð Finnbogason verður í banni í lokaleiknum. Fréttablaðið/Valli

Þrjú lið eiga möguleika á að verða Íslandsmeistari en lokaumferð Pepsi-deildarinnar fer fram á laugardaginn.

Blikar eru eftir með 43 stig, ÍBV er með 42 og FH 41.

KR hefur tryggt sér fjórða sætið og Fram fimmta sætið.

Valur og Keflavík geta haft sætaskipti í sjötta og sjöunda sæti en hafa að engu að keppa.

Stjarnan og Fylkir eru í áttunda og níunda sæti og geta einnig haft sætaskipti.

Grindavík endar mótið væntanlega í tíunda sæti en Haukar og Selfoss eru fallin.

Víkingur og Þór taka svo stöðu Hauka og Selfoss í deildinni.

Lokaumferðin, laugardaginn 25. september kl 14.00:

Stjarnan-Breiðablik

Fram-FH

Keflavík-ÍBV

KR-Fylkir

Selfoss-Grindavík

Haukar-Valur

Smelltu hér til að sjá stöðuna á vef KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×