Fótbolti

Lassana Diarra missir af HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diarra á æfingu franska landsliðsins fyrr í vikunni.
Diarra á æfingu franska landsliðsins fyrr í vikunni. Nordic Photos / AFP
Lassana Diarra mun ekki spila með Frökkum á HM í sumar þar sem hann er að glíma við meiðsli í maga.

Læknar hafa fyrirskipað honum að hvíla sig um óákveðinn tíma að sögn franska knattspyrnusambandsins.

Diarra er leikmaður Real Madrid en hann er aðeins einn af sjö miðvallarleikmönnum í æfingahópi franska landsliðsins. Það gæti því verið að Raymond Domenech landsliðsþjálfari þyrfti að kalla á annan leikmann í staðinn fyrir hann.

Æfingahópur Domenech telur nú 24 leikmenn en hann þarf að tilkynna hvaða 23 leikmenn fara á HM í sumar fyrir 1. júní næstkomandi.

Diarra hefur verið lykilmaður í franska landsliðinu og hann kom við sögu í tíu af tólf leikjum liðsins í undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×