Íslenski boltinn

Vilja halda Bjarna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson.

Forráðamenn knattspyrnudeildar Stjörnunnar vilja halda Bjarna Jóhannssyni sem þjálfara meistaraflokks karla. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Bjarni á eitt ár eftir af núverandi samning við félagið en er þó með uppsagnarákvæði sem báðir aðilar geta nýtt sér í haust. Hann hefur nú þjálfað Stjörnuna í þrjú ár og er vilji deildarinnar að halda Bjarna í starfi.

Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar, segir að góður gangur sé í viðræðum Bjarna og stjórnar deildarinnar um áframhaldandi samstarf næstu árin.

Logi Ólafsson hefur verið orðaður við stöðuna en Almar sagði að ekki hefði verið rætt við neinn annan þjálfara en Bjarna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×