Enski boltinn

Terry: Fagnaðarlátin voru til heiðurs stuðningsmönnum Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea, sýnir fyrirliðabandið á uppghandleggnum.
John Terry, fyrirliði Chelsea, sýnir fyrirliðabandið á uppghandleggnum. Mynd/Getty Images

John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði sérstakan fögnuð sinn eftir mark sitt í bikarleiknum á móti Stoke í gær, hafi verið til heiðurs stuðningsmönnuð Chelsea sem hafa staðið vel við bakið á sínum manni í gegnum erfiða tíma að undanförnu.

John Terry skoraði seinna mark Chelsea með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard og fagnaði markinu með að sýna fyrirliðbandið á berum upphandleggnum.

„Fyrirliðabandið er mér mikils virði. Chelsea hefur staðið við bakið á mér og við vildum sýna stuðningsmönnunum hvað það skipti okkur miklu máli," sagði Terry sem lagði líka upp fyrra markið fyrir Frank Lampard.

„Við spiluðum vel í þessum leik og komum sterkir til baka eftir síðustu viku. Við fengum nokkra daga til að fara yfir vörnina í föstum leikatriðum," sagði John Terry og það kom sér líka vel hinum megin á vellinum því bæði mörk liðsins komu eftir föst leikatriði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×