Tveir piltar, 17 og 19 ára, voru gripnir glóðvolgir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir voru að neyta fíkniefna í bíl á ónefndu bílastæði í austurborginni í gær.
Á sama tíma stóð yfir æfing með fíkniefnaleitarhunda á svæðinu og því voru óvenju margir lögreglumenn og tollverðir nærstaddir.
Það voru því hæg heimatökin að handtaka piltana en annar þeirra á jafnframt yfir höfði sér refsingu fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.