Ertu sátt við úrslitin? „Já ég verð að viðurkenna að þau komu mér ekki á óvart. Hera er með hörkurödd og á eftir að standa sig með stakri prýði úti. Ég er mjög spennt að fylgjast með."

Kom eitthvað þér á óvart í keppninni? „Já upphækkunin í laginu hjá Bubba og Óskari Páli. En jesús hvað hún var alveg málið! Ég er með lagið fast í höfðinu á mér og finnst alveg magnað hvað það vinnur á," segir Íris.
Þú leist rosalega vel út á laugardaginn. Hvað er leyndarmálið á bak við það? „Takk fyrir það. Ég var með hóp af fagfólki sem hjálpaði mér að vera algjörlega gordjöss. Katla Einars farðaði mig og Elis Veigar sá um hárið á mér."
„Auk þess á Erla Fanney fáránlegt lof skilið fyrir frábæran kjól. Hún saumaði og sá um lokaútkomuna en hönnun sáu þau Sigrún Ragna frænka og Haffi Haff um. Ég var búin að vera í algjörri megadívumeðferð á Greifynjunni fyrir kvöldið og leið rosalega vel eftir það."
„Núna einbeiti ég mér að því að syngja með Bermuda. Við erum alltaf að spila á Broadway á eftir MJ sýningunum og á opnum böllum. Svo erum við að vinna að okkar eigin efni," segir 'Íris og bætir við:
„Auk þess fer mest allur minn tími í stofnun á samtökum fyrir þunglynda. Finnst það vanta og nýti alla mína orku í það."-elly@365.is