Sara Björk: Við hefðum getað gert betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 19:30 Blikinn Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Rósa „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. „Við ætluðum að halda betur boltanum og vera yfirvegaðari þegar við vorum komnar með boltann. Við ætluðum að ná skyndisóknum á þær en það var oft síðasta sendingin sem klikkaði hjá okkur auk þess að við vorum nokkrum sinnum rangstæðar. Við fengum því ekki mörg færi í þessum leik og við hefðum getað gert betur," sagði Sara. „Mér fannst baráttan vera til fyrirmyndar og við vorum allar að reyna. Það tókst ekki og stundum gerist það," sagði Sara Björk. Birna Kristjánsdóttir markvörður Blika var búin að verja nokkrum sinnum mjög vel þegar franska liðið skoraði annað markið sitt. Birna gerði þá slæm mistök þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. „Hún varði fullt af færum fyrir okkur í leiknum en fær síðan á sig þetta skítamark. Það var mjög leiðinlegt en svona er þetta bara," sagði Sara. „Markið í byrjun breytti náttúrulega miklu fyrir okkur í þessum leik. Við urðum svekktar og það tók okkur svolítinn tíma að ná okkur upp aftur. Við fáum síðan á okkur annað mark eftir að við vorum kannski orðnar aðeins of æstar," sagði Sara. „Við vorum með fullt lið þegar við gerðum jafntefli á móti þeim og erum síðan búnar að missa fjóra leikmenn úr byrjunarliðinu. Það kemur samt bara maður í manns stað og þessar ungu stelpur eru að koma vel inn í þetta en þær eru vissulega aðeins reynsluminni. Þetta var því svolítið erfiður leikur fyrir okkur í dag," sagði Sara Björk en hverjir eru möguleikarnir í seinni leiknum eftir þrjár vikur. „Við förum bara út, höldum smá stolti, reynum að skora á þær og vinna leikinn allavega. Við munum líka reyna að halda hreinu því ég held að það skipti mjög miklu máli," sagði Sara Björk. Íslenski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. „Við ætluðum að halda betur boltanum og vera yfirvegaðari þegar við vorum komnar með boltann. Við ætluðum að ná skyndisóknum á þær en það var oft síðasta sendingin sem klikkaði hjá okkur auk þess að við vorum nokkrum sinnum rangstæðar. Við fengum því ekki mörg færi í þessum leik og við hefðum getað gert betur," sagði Sara. „Mér fannst baráttan vera til fyrirmyndar og við vorum allar að reyna. Það tókst ekki og stundum gerist það," sagði Sara Björk. Birna Kristjánsdóttir markvörður Blika var búin að verja nokkrum sinnum mjög vel þegar franska liðið skoraði annað markið sitt. Birna gerði þá slæm mistök þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. „Hún varði fullt af færum fyrir okkur í leiknum en fær síðan á sig þetta skítamark. Það var mjög leiðinlegt en svona er þetta bara," sagði Sara. „Markið í byrjun breytti náttúrulega miklu fyrir okkur í þessum leik. Við urðum svekktar og það tók okkur svolítinn tíma að ná okkur upp aftur. Við fáum síðan á okkur annað mark eftir að við vorum kannski orðnar aðeins of æstar," sagði Sara. „Við vorum með fullt lið þegar við gerðum jafntefli á móti þeim og erum síðan búnar að missa fjóra leikmenn úr byrjunarliðinu. Það kemur samt bara maður í manns stað og þessar ungu stelpur eru að koma vel inn í þetta en þær eru vissulega aðeins reynsluminni. Þetta var því svolítið erfiður leikur fyrir okkur í dag," sagði Sara Björk en hverjir eru möguleikarnir í seinni leiknum eftir þrjár vikur. „Við förum bara út, höldum smá stolti, reynum að skora á þær og vinna leikinn allavega. Við munum líka reyna að halda hreinu því ég held að það skipti mjög miklu máli," sagði Sara Björk.
Íslenski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira