Sara Björk: Við hefðum getað gert betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 19:30 Blikinn Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Rósa „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. „Við ætluðum að halda betur boltanum og vera yfirvegaðari þegar við vorum komnar með boltann. Við ætluðum að ná skyndisóknum á þær en það var oft síðasta sendingin sem klikkaði hjá okkur auk þess að við vorum nokkrum sinnum rangstæðar. Við fengum því ekki mörg færi í þessum leik og við hefðum getað gert betur," sagði Sara. „Mér fannst baráttan vera til fyrirmyndar og við vorum allar að reyna. Það tókst ekki og stundum gerist það," sagði Sara Björk. Birna Kristjánsdóttir markvörður Blika var búin að verja nokkrum sinnum mjög vel þegar franska liðið skoraði annað markið sitt. Birna gerði þá slæm mistök þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. „Hún varði fullt af færum fyrir okkur í leiknum en fær síðan á sig þetta skítamark. Það var mjög leiðinlegt en svona er þetta bara," sagði Sara. „Markið í byrjun breytti náttúrulega miklu fyrir okkur í þessum leik. Við urðum svekktar og það tók okkur svolítinn tíma að ná okkur upp aftur. Við fáum síðan á okkur annað mark eftir að við vorum kannski orðnar aðeins of æstar," sagði Sara. „Við vorum með fullt lið þegar við gerðum jafntefli á móti þeim og erum síðan búnar að missa fjóra leikmenn úr byrjunarliðinu. Það kemur samt bara maður í manns stað og þessar ungu stelpur eru að koma vel inn í þetta en þær eru vissulega aðeins reynsluminni. Þetta var því svolítið erfiður leikur fyrir okkur í dag," sagði Sara Björk en hverjir eru möguleikarnir í seinni leiknum eftir þrjár vikur. „Við förum bara út, höldum smá stolti, reynum að skora á þær og vinna leikinn allavega. Við munum líka reyna að halda hreinu því ég held að það skipti mjög miklu máli," sagði Sara Björk. Íslenski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
„Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. „Við ætluðum að halda betur boltanum og vera yfirvegaðari þegar við vorum komnar með boltann. Við ætluðum að ná skyndisóknum á þær en það var oft síðasta sendingin sem klikkaði hjá okkur auk þess að við vorum nokkrum sinnum rangstæðar. Við fengum því ekki mörg færi í þessum leik og við hefðum getað gert betur," sagði Sara. „Mér fannst baráttan vera til fyrirmyndar og við vorum allar að reyna. Það tókst ekki og stundum gerist það," sagði Sara Björk. Birna Kristjánsdóttir markvörður Blika var búin að verja nokkrum sinnum mjög vel þegar franska liðið skoraði annað markið sitt. Birna gerði þá slæm mistök þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. „Hún varði fullt af færum fyrir okkur í leiknum en fær síðan á sig þetta skítamark. Það var mjög leiðinlegt en svona er þetta bara," sagði Sara. „Markið í byrjun breytti náttúrulega miklu fyrir okkur í þessum leik. Við urðum svekktar og það tók okkur svolítinn tíma að ná okkur upp aftur. Við fáum síðan á okkur annað mark eftir að við vorum kannski orðnar aðeins of æstar," sagði Sara. „Við vorum með fullt lið þegar við gerðum jafntefli á móti þeim og erum síðan búnar að missa fjóra leikmenn úr byrjunarliðinu. Það kemur samt bara maður í manns stað og þessar ungu stelpur eru að koma vel inn í þetta en þær eru vissulega aðeins reynsluminni. Þetta var því svolítið erfiður leikur fyrir okkur í dag," sagði Sara Björk en hverjir eru möguleikarnir í seinni leiknum eftir þrjár vikur. „Við förum bara út, höldum smá stolti, reynum að skora á þær og vinna leikinn allavega. Við munum líka reyna að halda hreinu því ég held að það skipti mjög miklu máli," sagði Sara Björk.
Íslenski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira