Sara Björk: Við hefðum getað gert betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 19:30 Blikinn Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Rósa „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. „Við ætluðum að halda betur boltanum og vera yfirvegaðari þegar við vorum komnar með boltann. Við ætluðum að ná skyndisóknum á þær en það var oft síðasta sendingin sem klikkaði hjá okkur auk þess að við vorum nokkrum sinnum rangstæðar. Við fengum því ekki mörg færi í þessum leik og við hefðum getað gert betur," sagði Sara. „Mér fannst baráttan vera til fyrirmyndar og við vorum allar að reyna. Það tókst ekki og stundum gerist það," sagði Sara Björk. Birna Kristjánsdóttir markvörður Blika var búin að verja nokkrum sinnum mjög vel þegar franska liðið skoraði annað markið sitt. Birna gerði þá slæm mistök þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. „Hún varði fullt af færum fyrir okkur í leiknum en fær síðan á sig þetta skítamark. Það var mjög leiðinlegt en svona er þetta bara," sagði Sara. „Markið í byrjun breytti náttúrulega miklu fyrir okkur í þessum leik. Við urðum svekktar og það tók okkur svolítinn tíma að ná okkur upp aftur. Við fáum síðan á okkur annað mark eftir að við vorum kannski orðnar aðeins of æstar," sagði Sara. „Við vorum með fullt lið þegar við gerðum jafntefli á móti þeim og erum síðan búnar að missa fjóra leikmenn úr byrjunarliðinu. Það kemur samt bara maður í manns stað og þessar ungu stelpur eru að koma vel inn í þetta en þær eru vissulega aðeins reynsluminni. Þetta var því svolítið erfiður leikur fyrir okkur í dag," sagði Sara Björk en hverjir eru möguleikarnir í seinni leiknum eftir þrjár vikur. „Við förum bara út, höldum smá stolti, reynum að skora á þær og vinna leikinn allavega. Við munum líka reyna að halda hreinu því ég held að það skipti mjög miklu máli," sagði Sara Björk. Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. „Við ætluðum að halda betur boltanum og vera yfirvegaðari þegar við vorum komnar með boltann. Við ætluðum að ná skyndisóknum á þær en það var oft síðasta sendingin sem klikkaði hjá okkur auk þess að við vorum nokkrum sinnum rangstæðar. Við fengum því ekki mörg færi í þessum leik og við hefðum getað gert betur," sagði Sara. „Mér fannst baráttan vera til fyrirmyndar og við vorum allar að reyna. Það tókst ekki og stundum gerist það," sagði Sara Björk. Birna Kristjánsdóttir markvörður Blika var búin að verja nokkrum sinnum mjög vel þegar franska liðið skoraði annað markið sitt. Birna gerði þá slæm mistök þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. „Hún varði fullt af færum fyrir okkur í leiknum en fær síðan á sig þetta skítamark. Það var mjög leiðinlegt en svona er þetta bara," sagði Sara. „Markið í byrjun breytti náttúrulega miklu fyrir okkur í þessum leik. Við urðum svekktar og það tók okkur svolítinn tíma að ná okkur upp aftur. Við fáum síðan á okkur annað mark eftir að við vorum kannski orðnar aðeins of æstar," sagði Sara. „Við vorum með fullt lið þegar við gerðum jafntefli á móti þeim og erum síðan búnar að missa fjóra leikmenn úr byrjunarliðinu. Það kemur samt bara maður í manns stað og þessar ungu stelpur eru að koma vel inn í þetta en þær eru vissulega aðeins reynsluminni. Þetta var því svolítið erfiður leikur fyrir okkur í dag," sagði Sara Björk en hverjir eru möguleikarnir í seinni leiknum eftir þrjár vikur. „Við förum bara út, höldum smá stolti, reynum að skora á þær og vinna leikinn allavega. Við munum líka reyna að halda hreinu því ég held að það skipti mjög miklu máli," sagði Sara Björk.
Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira