Íslenski boltinn

Búið að raða niður dómurum á lokaumferðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Jakobsson dæmir leik Fram og FH í lokaumferðinni.
Kristinn Jakobsson dæmir leik Fram og FH í lokaumferðinni.
Dómaranefnd KSÍ hefur raðað niður dómurum á lokaumferð Pepsi-deildar karla sem fram fer á laugardaginn. Kristinn Jakobsson, Jóhannes Valgeirsson og Gunnar Jarl Jónsson dæma leikina sem ráða því hvar Íslandsbikarinn endar í ár.

Breiðablik nægir sigur til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn en ÍBV og FH þurfa bæði að treysta á það að vinna sína leiki og að Blikar misstígi sig á gervigrasinu í Garðabænum.

Dómarar á leikjum í 22. umferð Pepsi-deildar karla:

Stjarnan-Breiðablik: Gunnar Jarl Jónsson

Fram-FH: Kristinn Jakobsson

Keflavík-ÍBV: Jóhannes Valgeirsson

Selfoss-Grindavík: Örvar Sær Gíslason

Haukar-Valur: Erlendur Eiríksson

KR-Fylkir: Þóroddur Hjaltalín Jr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×