Innlent

Lagt til að sr. Óskar verði skipaður á Selfossi

Valnefnd Selfossprestakalls ákvað á fundi sínum þann 9. febrúar að leggja til að sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson verði skipaður prestur í Selfossprestakalli. Embættið veitist frá 1. mars næstkomandi.

Fimm umsækjendur voru um embættið sem Biskup Íslands skipar í til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu fulltrúar Selfossprestakalls ásamt prófasti Suðurlandsprófastsdæmis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×