Innlent

Símtölum fækkaði um 30 þúsund á einu ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Símaverðir hjá Neyðarlínunni standa vaktina allan sólarhringinn. Mynd/ GVA.
Símaverðir hjá Neyðarlínunni standa vaktina allan sólarhringinn. Mynd/ GVA.
Símtölum í 112 fækkaði í fyrra frá árinu á undan um tæplega 30 þúsund. Þetta er í fyrsta sinn síðan að neyðarnúmerið var tekið upp sem símtölum fækkar á milli ára. Þetta sagði Dagný Halldórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Hún sagði að samkvæmt nýlegri úttekt hefðu 163 þúsund símtöl borist til Neyðarlínunnar en árið undan hafi það verið 192 þúsund. Dagný segir að álagið á símaverði hjá 112 hafi snarminnkað haustið 2008 eftir að hagkerfið á Íslandi hrundi. „Það voru klárlega færri simhringingar og þeir sem hringdu voru miklu rólegri," segir Dagný.

Dagný segir að þeim símtölum sem hafi aðallega fækkað séu símtöl í tengslum við lögregluna, en öðrum símtölum hafi einnig fækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×